Enski boltinn

Dómarinn sem gerði grín að fötluðum snýr aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Madley að störfum í ensku úrvalsdeildinni.
Madley að störfum í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty

Enski knattspyrnudómarinn Bobby Madley hefur þegið boð um að koma aftur og dæma í enska boltanum en tvö ár eru síðan hann var rekinn úr dómgæslu á Englandi.

Madley var rekinn fyrir að taka upp stutt myndband þar sem hann gerði grín að fötluðum. Hann sendi það einum vini sínum sem síðan sendi það áfram til dómaranefndarinnar sem rak Madley.

Madley skrifaði mjög eftirminnilegan pistil um sitt mál á Gamlársdag en hann hefur hugsanlega hjálpað dómaranum við að fá annað tækifæri.

Madley var dómari í ensku úrvalsdeildinni en mun byrja að dæma í C og D-deildinni næsta vetur. Hann mun dæma leiki í yngri flokkum fram á sumar til að koma sér í form.

Hann náði að dæma 91 leik í efstu deild frá 2013 til 2018 og hver veit nema við sjáum hann þar aftur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×