Bobby Madley, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það út að hann hafi verið rekinn sem dómari eftir myndskeið sem hann sendi út.
Madley skrifar um þetta á bloggsíðu sinni en hann var tekinn úr dómarahóp ensku úrvalsdeildarinnar í ágúst 2018. Þá sagt af persónulegum ástæðum.
Aldrei kom fram hvers vegna og nú hefur Madley sjálfur stigið fram og sagt frá þessu. Hann segist ekki vera stoltur en vilji koma sannleikanum á framfæri.
Madley sendi út myndband á vin sinn þar sem hann gerði grín að fötluðum einstakling á íþróttadegi hjá dóttur sinni.
Former Premier League referee Bobby Madley has revealed he was sacked after filming a video appearing to mock a disabled person.
— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2020
More https://t.co/KBoPtgwSDF#bbcfootballpic.twitter.com/Ia4YC85Hq1
Grínið snérist um það að Madley sagði að einstaklingurinn ætti möguleika á að vinna foreldrakapphlaupið þetta árið.
Ósmekklegur brandari og Madley fékk sparkið fyrir. Hann hafði dæmt í efstu deildunum á Englandi frá 2013 og dæmdi allt í allt 91 leik.
Hann dæmdi leikinn um Samfélagsskjöldinn árið 2017 og dæmdi nítján leiki tímabilið 2017/2018, áður en hann fékk sparkið.