Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2020 09:20 Donald Trump sneri aftur til Washington DC í gærkvöldi eftir að hafa haldið til í Flórída frá því fyrir jól. AP/Kevin Wolf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. Það gerði forsetinn fyrst í kjölfar þess að Bandaríkin réðu hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa hótað hefndum vegna dauða Soleimani og sagði Trump þá að hershöfðingjar hans hefðu þegar valið 52 skotmörk sem Bandaríkin myndu granda í kjölfar árása á Bandaríkin. Trump hefur verið bent á að það að gera vísvitandi árásir á menningarmannvirki sé stríðsglæpur, samkvæmt alþjóðalögum, Sameinuðu þjóðunum og Haag-sáttmálans um varðveislu menningarmannvirkja frá 1954. Í Íran eru 24 staðir sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fjölmiðlum ytra í gær að hvað sem Bandaríkin gerðu, þá yrði það í samræmi við alþjóðalög. Trump sagði það þó ekki rétt og stóð við hótanir sínar seinna í gær. „Þeir mega myrða fólkið okkar. Þeir mega pynta og limlesta fólkið okkar. Þeir mega nota vegasprengjur og sprengja okkar fólk upp og við megum ekki snerta menningarstaði þeirra? Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Trump í gærkvöldi.Hann hótaði einnig að beita Írak refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum ef yfirvöld þar myndu vísa bandarískum hermönnum úr landi.Sjá einnig: Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Baráttan gegn Íslamska ríkinu hefur verið sett í biðstöðu vegna þeirrar miklu spennu sem er nú á svæðinu. Demókratar hafa ekki tekið vel í orð forsetans og leita leiðtogar fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, leiða til að binda hendur Trump og reyna að takmarka völd hans þegar kemur að hernaðaraðgerðum gegn Íran. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendi í gærkvöldi bréf á þingmenn flokksins og tilkynnti að hún ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.Verði það frumvarp að lögum þyrftu hernaðaraðgerðir að vera samþykktar af þinginu. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. Það gerði forsetinn fyrst í kjölfar þess að Bandaríkin réðu hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa hótað hefndum vegna dauða Soleimani og sagði Trump þá að hershöfðingjar hans hefðu þegar valið 52 skotmörk sem Bandaríkin myndu granda í kjölfar árása á Bandaríkin. Trump hefur verið bent á að það að gera vísvitandi árásir á menningarmannvirki sé stríðsglæpur, samkvæmt alþjóðalögum, Sameinuðu þjóðunum og Haag-sáttmálans um varðveislu menningarmannvirkja frá 1954. Í Íran eru 24 staðir sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fjölmiðlum ytra í gær að hvað sem Bandaríkin gerðu, þá yrði það í samræmi við alþjóðalög. Trump sagði það þó ekki rétt og stóð við hótanir sínar seinna í gær. „Þeir mega myrða fólkið okkar. Þeir mega pynta og limlesta fólkið okkar. Þeir mega nota vegasprengjur og sprengja okkar fólk upp og við megum ekki snerta menningarstaði þeirra? Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Trump í gærkvöldi.Hann hótaði einnig að beita Írak refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum ef yfirvöld þar myndu vísa bandarískum hermönnum úr landi.Sjá einnig: Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Baráttan gegn Íslamska ríkinu hefur verið sett í biðstöðu vegna þeirrar miklu spennu sem er nú á svæðinu. Demókratar hafa ekki tekið vel í orð forsetans og leita leiðtogar fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, leiða til að binda hendur Trump og reyna að takmarka völd hans þegar kemur að hernaðaraðgerðum gegn Íran. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendi í gærkvöldi bréf á þingmenn flokksins og tilkynnti að hún ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.Verði það frumvarp að lögum þyrftu hernaðaraðgerðir að vera samþykktar af þinginu.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04