Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2020 09:20 Donald Trump sneri aftur til Washington DC í gærkvöldi eftir að hafa haldið til í Flórída frá því fyrir jól. AP/Kevin Wolf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. Það gerði forsetinn fyrst í kjölfar þess að Bandaríkin réðu hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa hótað hefndum vegna dauða Soleimani og sagði Trump þá að hershöfðingjar hans hefðu þegar valið 52 skotmörk sem Bandaríkin myndu granda í kjölfar árása á Bandaríkin. Trump hefur verið bent á að það að gera vísvitandi árásir á menningarmannvirki sé stríðsglæpur, samkvæmt alþjóðalögum, Sameinuðu þjóðunum og Haag-sáttmálans um varðveislu menningarmannvirkja frá 1954. Í Íran eru 24 staðir sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fjölmiðlum ytra í gær að hvað sem Bandaríkin gerðu, þá yrði það í samræmi við alþjóðalög. Trump sagði það þó ekki rétt og stóð við hótanir sínar seinna í gær. „Þeir mega myrða fólkið okkar. Þeir mega pynta og limlesta fólkið okkar. Þeir mega nota vegasprengjur og sprengja okkar fólk upp og við megum ekki snerta menningarstaði þeirra? Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Trump í gærkvöldi.Hann hótaði einnig að beita Írak refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum ef yfirvöld þar myndu vísa bandarískum hermönnum úr landi.Sjá einnig: Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Baráttan gegn Íslamska ríkinu hefur verið sett í biðstöðu vegna þeirrar miklu spennu sem er nú á svæðinu. Demókratar hafa ekki tekið vel í orð forsetans og leita leiðtogar fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, leiða til að binda hendur Trump og reyna að takmarka völd hans þegar kemur að hernaðaraðgerðum gegn Íran. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendi í gærkvöldi bréf á þingmenn flokksins og tilkynnti að hún ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.Verði það frumvarp að lögum þyrftu hernaðaraðgerðir að vera samþykktar af þinginu. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. Það gerði forsetinn fyrst í kjölfar þess að Bandaríkin réðu hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa hótað hefndum vegna dauða Soleimani og sagði Trump þá að hershöfðingjar hans hefðu þegar valið 52 skotmörk sem Bandaríkin myndu granda í kjölfar árása á Bandaríkin. Trump hefur verið bent á að það að gera vísvitandi árásir á menningarmannvirki sé stríðsglæpur, samkvæmt alþjóðalögum, Sameinuðu þjóðunum og Haag-sáttmálans um varðveislu menningarmannvirkja frá 1954. Í Íran eru 24 staðir sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fjölmiðlum ytra í gær að hvað sem Bandaríkin gerðu, þá yrði það í samræmi við alþjóðalög. Trump sagði það þó ekki rétt og stóð við hótanir sínar seinna í gær. „Þeir mega myrða fólkið okkar. Þeir mega pynta og limlesta fólkið okkar. Þeir mega nota vegasprengjur og sprengja okkar fólk upp og við megum ekki snerta menningarstaði þeirra? Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Trump í gærkvöldi.Hann hótaði einnig að beita Írak refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum ef yfirvöld þar myndu vísa bandarískum hermönnum úr landi.Sjá einnig: Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Baráttan gegn Íslamska ríkinu hefur verið sett í biðstöðu vegna þeirrar miklu spennu sem er nú á svæðinu. Demókratar hafa ekki tekið vel í orð forsetans og leita leiðtogar fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, leiða til að binda hendur Trump og reyna að takmarka völd hans þegar kemur að hernaðaraðgerðum gegn Íran. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendi í gærkvöldi bréf á þingmenn flokksins og tilkynnti að hún ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.Verði það frumvarp að lögum þyrftu hernaðaraðgerðir að vera samþykktar af þinginu.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04