Enski boltinn

Blaðamenn völdu Henderson leikmann ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Henderson lyftir Englandsmeistarabikarnum eftir 5-3 sigur Liverpool á Chelsea á miðvikudaginn.
Jordan Henderson lyftir Englandsmeistarabikarnum eftir 5-3 sigur Liverpool á Chelsea á miðvikudaginn. getty/Laurence Griffiths

Samtök íþróttafréttamanna völdu Jordan Henderson, fyrirliða Englandsmeistara Liverpool, leikmann ársins á Englandi.

Henderson fékk meira en fjórðung atkvæða í kjörinu og hafði betur í samkeppni við liðsfélaga sína, Sadio Mané og Virgil van Dijk, og Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, og Marcus Rashford, leikmann Manchester United.

Þegar íþróttafréttamenn velja leikmann ársins er bæði litið til framlags innan vallar og utan. Henderson átti gott tímabil inni á vellinum og lagði sitt af mörkum utan hans eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á.

„Eins og þakklátur og ég er finnst mér ég ekki geta tekið við þessum verðlaunum einn,“ sagði Henderson í þakkarræðu sinni.

„Ég stend í þakkarskuld við marga en enga eins og liðsfélaga mína sem hafa verið ótrúlegir og eiga þetta jafn mikið skilið og ég.“

Henderson er tólfti leikmaður Liverpool sem fær þessi verðlaun. Hinir eru: Callaghan (1974), Kevin Keegan (1976), Emlyn Hughes (1977), Kenny Dalglish (1979 og 1983), Terry McDermott (1980), Ian Rush (1984), John Barnes (1988 og 1990), Steve Nicol (1989), Steven Gerrard (2009), Luis Suarez (2014) og Mohamed Salah (2018).


Tengdar fréttir

Liver­pool for­dæmir hegðun stuðnings­manna

Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið fordæmdi hegðun þeirra stuðningsmanna sem voru mættir fyrir utan Anfield í fyrrakvöld að fagna er enski meistaratitillinn fór á loft.

Markasúpa á Anfield áður en bikarinn fór á loft

Englandsmeistarar Liverpool lögðu Chelsea í ótrúlegum fótboltaleik á Anfield í kvöld. Lokatölur 5-3 en að leik loknum fékk Liverpool loks Englandsmeistaratitilinn í hendurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×