Enski boltinn

Klopp sendi stuðnings­­­mönnum Liver­pool hjart­­­næm skila­­­boð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp glaður í bragði.
Klopp glaður í bragði. vísir/getty

Það var eðlilega létt yfir Jurgen Klopp í gærkvöldi er enski meistaratitillinn fór á loft á Anfield í fyrsta skipti í þrjátíu ár.

Liverpool fékk bikarinn afhentan eftir 5-3 sigurinn á Chelsea í gærkvöldi og það var mikil gleði, eðlilega, hjá leikmönnum og starfsliði félagsins. Miklar tilfinningar voru í spilunum

Engir áhorfendur voru á vellinum vegna kórónuveirunnar. Sá þýski bað hins vegar stuðningsmenn liðsins að drekka það sem þau vilja, heima hjá sér og undirbúa sig undir það teiti sem verður haldið er þessi kjaftæðis vírus væri farinn, eins og Klopp orðaði það.

„Hvað get ég sagt? Ef þið sjáið ekki að við erum að gera þetta fyrir ykkur þá get ég ekki hjálpið ykkar. En þið gerðuð þetta. Þið létuð þetta gerast. Takk kærlega,“ sagði Klopp og hélt áfram.

„Við ættum að fagna öll saman. Heima hjá okkur, örugg, og drekkið það sem þið viljið. En þið ættuð að undirbúa ykkur fyrir partí. Ég veit ekki hvenær þessi kjaftæðis vírus er farinn en þá munum við fagna, öll saman.“

„Veriði viss um að þið séuð tilbúin þá. Kærar þakkir til ykkar,“ sagði sá þýski sigurreifur í leikslok.


Tengdar fréttir

Markasúpa á Anfield áður en bikarinn fór á loft

Englandsmeistarar Liverpool lögðu Chelsea í ótrúlegum fótboltaleik á Anfield í kvöld. Lokatölur 5-3 en að leik loknum fékk Liverpool loks Englandsmeistaratitilinn í hendurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×