Markasúpa á Anfield áður en bikarinn fór á loft

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Liverpool skoraði fimm mörk gegn Chelsea og héldu upp á það með því að lyfta Englandsmeistaratitlinum.
Liverpool skoraði fimm mörk gegn Chelsea og héldu upp á það með því að lyfta Englandsmeistaratitlinum. John Powell/Getty Images

Englandsmeistarar Liverpool lögðu Chelsea í ótrúlegum fótboltaleik á Anfield í kvöld. Lokatölur 5-3 en að leik loknum fékk Liverpool loks Englandsmeistaratitilinn í hendurnar.

Liverpool byrjaði leikinn stórkostlega en svo var eins og menn hefðu farið að hugsa um bikarafhendinguna. Staðan í hálfleik var 3-1 Liverpool í vil þökk sé mörkum Naby Keita, Trent Alexander-Arnold og Georginio Wijnaldum. Oliver Giroud minnkaði muninn fyrir gestina með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks.

Markið hjá Trent var sérstaklega glæsilegt en það kom beint úr aukaspyrnu.

Roberto Firmino kom Liverpool í 4-1 eftir aðeins tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Varamaðurinn Tammy Abraham minnkaði muninn skömmu síðar og á 73. mínútu var staðan orðin 4-3 eftir að Christian Pulisic – annar varamaður – hafði neglt boltanum í netið.

Alex Oxlade-Chamberlain gulltryggði sigur Liverpool á 84. mínútu.

Lokatölur 5-3 og ljóst að það verður fagnað í Liverpool-borg fram á rauða nótt en fagnaðarlætin eru nú þegar hafin ef marka má myndir sem teknar voru fyrir utan Anfield.

Það má reikna með látum í Liverpool-borg í kvöld.Martin Rickett/Getty Images

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira