Enski boltinn

„Liverpool er á toppnum og það er það sem skiptir máli“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Spennustigið var hátt á Spot í gærkvöld.
Spennustigið var hátt á Spot í gærkvöld. Mynd/Stöð 2 Sport

Eins og alþjóð veit þá fékk Liverpool loks Englandsmeistaratitilinn í hendurnar í gær eftir 5-3 sigur á Chelsea. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og komu stuðningsmenn Englands-meistaranna samana á ölhúsum borgarinnar. 

Vísir kom við á Spot í Kópavogi, tók myndir sem og viðtöl við stuðningsfólk Liverpool. 

Hallgrímur Indraðson, fréttamaður á RÚV, var meðal þeirra sem gaf sig á tal við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. 

„Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Við erum búnir að bíða í 30 ár eftir þessu, ég var sextán ára þegar við unnum þennan enska titil síðast. Þó þetta hafi verið í höfn fyrir einum, tveimur mánuður eða jafnvel lengra aftur þá er að sjá þetta verða að veruleika í raun ólýsanlegt.“

„Það eru allskyns lið sem heldur með öðrum liðum sem ég man ekki hvað heita núna að skjóta á mann í gegnum árin en ykkur er fyrirgefið núna. Nú er Liverpool á toppnum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Hallgrímur og ljóst að geðshræringin var mikil.

Viðtalið ásamt mörgum öðrum má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Samfélagið á Spot

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×