Veður

Mót­taka Rauða krossins á Suður­eyri opin á­fram í kvöld og nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Úrhellisrigning hefur verið á Vestfjörðum undanfarna daga og klukkustundir.
Úrhellisrigning hefur verið á Vestfjörðum undanfarna daga og klukkustundir. Vísir

Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin er á veitingastaðnum Fisherman við Aðalgötu á Suðureyri og verður áfram opin í kvöld og í nótt vegna veðurs.

Mikið vatnsveður hefur verið undanfarna sólarhringa og sérstaklega mikið síðustu klukkustundir og hefur það aukið hættuna á aurskriðum og grjóthruni úr hlíðunum. Samkvæmt athugunum Veðurstofunnar er ekki talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni. Íbúar eru hins vegar hvattir til að fara varlega og að öllu með gát.

Veðurstofan hefur einkum fylgst með húsum við Hjallabyggð og Túngötu á Suðureyri en talið er óhætt að dvelja í húsunum sem og öðrum á Suðureyri. Þó hefur verið tekin ákvörðun að hafa móttöku Rauða krossins opna áfram í veitingahúsinu Fisherman og vilji einhverjir ekki dvelja í húsum sínum í kvöld eða nótt er Rauði krossinn tilbúinn að taka á móti þeim.


Tengdar fréttir

Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum

Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.