Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2020 17:42 Mikið hefur mætt á björgunarsveitunum á Vestfjörðum í dag vegna vatnsveðursins. Vísir/Hafþór Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. Björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum á Vestfjörðum, flest hafa þau verið á Suðureyri og í Bolungarvík. Bátar hafa losnað frá byggju, flætt hefur inn á vegi og inn í kjallara. Þá hafa aurskriður hafa fallið og nokkuð verið um grjóthrun. Þegar fréttastofa náði tali af Val Sæþóri Valgeirssyni, formanni björgunarsveitar á Suðureyri, var hann staddur í verkefni við höfnina á Flateyri. „Hér er bara allt á kafi og það er úrhellisrigning ennþá á svæðinu,“ sagði Valur sem bætti við að verkefnin í dag hafi verið mýmörg og enn væri mikið um útköll. Vísir/Hafþór „Fyrsta verkefnið okkar var í morgun að bjarga lömbum og rollum sem voru innlyksa. Þær komust hvorki lönd né strönd. Síðan þurftum við að dæla upp úr kjöllurum og aðstoða fólk við það.“ Veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við sagði að vatnsveður sem þetta væri alls ekki algengt á Vestfjörðum. Vísir/Hafþór „Þetta er ekki algengt, bara alls ekki. Mér skilst að sólarhringsúrkoma hér fyrir vestan hafi verið að slaga í á annað hundrað millimetra, sem er ansi mikið.“ Valur biðlar til íbúa að fylgjast með viðvörunum og veðurspám og að fara að öllu með gát. „Mjög gott er að menn fylgist með hlíðum og öðru og hreinsi frá niðurföllum, ef menn hafa einhver tök á því, þannig að tjón verði ekki meira en orðið er.“ Veður Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. Björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum á Vestfjörðum, flest hafa þau verið á Suðureyri og í Bolungarvík. Bátar hafa losnað frá byggju, flætt hefur inn á vegi og inn í kjallara. Þá hafa aurskriður hafa fallið og nokkuð verið um grjóthrun. Þegar fréttastofa náði tali af Val Sæþóri Valgeirssyni, formanni björgunarsveitar á Suðureyri, var hann staddur í verkefni við höfnina á Flateyri. „Hér er bara allt á kafi og það er úrhellisrigning ennþá á svæðinu,“ sagði Valur sem bætti við að verkefnin í dag hafi verið mýmörg og enn væri mikið um útköll. Vísir/Hafþór „Fyrsta verkefnið okkar var í morgun að bjarga lömbum og rollum sem voru innlyksa. Þær komust hvorki lönd né strönd. Síðan þurftum við að dæla upp úr kjöllurum og aðstoða fólk við það.“ Veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við sagði að vatnsveður sem þetta væri alls ekki algengt á Vestfjörðum. Vísir/Hafþór „Þetta er ekki algengt, bara alls ekki. Mér skilst að sólarhringsúrkoma hér fyrir vestan hafi verið að slaga í á annað hundrað millimetra, sem er ansi mikið.“ Valur biðlar til íbúa að fylgjast með viðvörunum og veðurspám og að fara að öllu með gát. „Mjög gott er að menn fylgist með hlíðum og öðru og hreinsi frá niðurföllum, ef menn hafa einhver tök á því, þannig að tjón verði ekki meira en orðið er.“
Veður Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54
Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55
Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13