Íslenski boltinn

Framkvæmdastjóri KSÍ segir hreyfinguna hafa orðið værukæra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Egill

Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðu efstu deilda hér á landi en leikmenn í báðum deildum eru með Covid-19. Alls eru þrjú lið komin í sóttkví og þarf því að fresta fjölda leikja næstu tvær vikurnar.

„Já ég tel góðar líkur á því,“ sagði Klara aðspurð hvort góðar líkur væru á því að Íslandsmótið yrði klárað á réttum tíma. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

„Stutta svarið við þessu er nei, hvað síðan ef það hefði ekki virkað. Það er ekki leið sem hefur komið til greina hjá okkur,“ sagði Klara varðandi hvort það hefði verið möguleiki að setja báðar deildir alveg á ís í tvær vikur til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

„Við erum að skoða hvað við getum gert. Það lýtur ágætlega út,“ sagði framkvæmdastjóri KSÍ um þá leiki sem frestað hefur verið og hvernig þeim verður komið fyrir í nú þegar þéttri leikjaáætlun.

Klara var spurð hvort sambandið hefði ekki mögulega átt að skikka þá leikmenn sem væru að koma hingað til lands í tveggja vikna sóttkví.

„Ég sé ekki hvernig það á að vera. Við vitum ekki þannig lagað hvaðan leikmenn eru nákvæmlega að koma til landsins. Burt séð frá einstaka dæmum þá til dæmis þeir leikmenn sem eru í Bandaríkjunum og spila í háskólabolta þurfa ekki félagaskipti. Við vitum ekki hvenær þeir koma heim.“

„Ég held það sé alveg ljóst að knattspyrnuhreyfingin, líkt og þjóðfélagið allt, vorum farin að slaka á og vera væru kær. Það hefur komið okkur öllum í koll. Hreyfingin hefur vaknað og ég veit að miklar varúðarráðstafanir eru fyrir leiki kvöldsins,“ sagði Klara að lokum.

Klippa: Klara um smitin sem hafa komið upp

Tengdar fréttir

„Hrikaleg staða“ en ef að við spilum verður mótið að telja

Þegar eitt lið þarf að bíða heima í sóttkví í tvær vikur á meðan að önnur geta æft og spilað samkvæmt áætlun, er þá ekki búið að gjaldfella Íslandsmótið í fótbolta 2020? Talsmenn liða sem orðið hafa fyrir barðinu á afleiðingum kórónuveirufaraldursins bera sig ágætlega þó að vandinn sé augljós.

Leikmönnum efstu deilda boðið að koma í skimun

Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Íslandsmótið í knattspyrnu en á síðustu dögum hafa þrír íslenskir knattspyrnumenn greinst með veiruna, tveir leikmenn í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður úr Pepsi-Max deild karla.

Klara um frestanir: „Vita allir að svig­rúmið er ekki mikið“

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að svigrúmið sé lítið, en þó eitthvað, til þess að fresta og endurraða þeim leikjum sem frestaðir hafa verið vegna kórónuveirusmits í leikmannahópum Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.