Íslenski boltinn

Leggja til að hætta notkun boltakrakka tímabundið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breiðablik og Keflavík mættust í Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Það verða engir boltakrakkar á leikjum þeirra næstu vikna.
Breiðablik og Keflavík mættust í Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Það verða engir boltakrakkar á leikjum þeirra næstu vikna. vísir/vilhelm

KSÍ leggur til að hætt verði að nota boltakrakka á leikjum í meistaraflokki vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá KSÍ í hádeginu.

Upp hafa komið upp þrjú smit í efstu deildum karla og kvenna að undanförnu; eitt hjá Breiðabliki, eitt hjá Fylki og eitt hjá Stjörnunni.

Því hefur KSÍ ákveðið að leggja til að liðin hætti notkun boltakrakka þangað til annað verður ákveðið en þess í stað verður tíu boltum komið í kringum leikvöllinn.

Tveir einstaklingar, eldri en sextán ára, munu sjá um að boltarnir verði á sínum stað, fari þeir úr leik, svo að minnsta rask verði á leikhraða.

Einnig er minnt á mikilvægi þess að boltar séu sótthreinsaðir vel og að umsjónarmenn bolta gæti vel að öllum sóttvörnum við meðhöndlum bolta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.