Fjögur af síðustu fimm komið gegn Fylki | Sjáðu sigurmarkið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 12:00 Damir var hinn rólegasti eftir leik þrátt fyrir að hafa tryggt Blikum öll þrjú stigin. Mynd/Stöð 2 Sport Varnarjaxlinn Damir Muminovic tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Fylki í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær er liðin mættust í Lautinni í Árbænum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark gærkvöldsins. Damir – sem skorar þó eflaust meira en margir – hefur ekki beint farið mikinn fyrir framan mark andstæðinganna síðan hann gekk í raðir Breiðabliks. Damir er meira fyrir að láta verkin tala á eigin vallarhelming þar sem hann hefur verið einn allra besti varnarmaður Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Frá árinu 2014 hefur miðvörðurinn skorað átta mörk í deild og bikar í samtals 138 leikjum. Það sem gerir mark gærdagsins sérstakt er sú staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hans hafa komið gegn Fylki. Klippa: Sigurmark Blika gegn Fylki Sumarið 2016 skoraði Damir tvö mörk í tuttugu leikjum, bæði gegn Fylki. Í fyrri leik liðanna þá tryggði hann Blikum 2-1 sigur. Fór leikurinn fram í Lautinni í Árbænum og skoraði Damir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Nær alveg eins og í gær. Í síðari leik liðanna kom hann Blikum yfir þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Emil Ásmundsson jafnaði metin fyrir Fylki skömmu síðar. Síðasta sumar skoraði Damir eitt þriggja marka Blika – aftur í Lautinni – í ótrúlegu 4-3 tapi. Skoraði Damir í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði metin í 2-2. Það dugði ekki til að þessu sinni en Blikar fengu á sig tvö mörk áður en Thomas Mikkelsen minnkaði muninn undir lok leiks. Þarna á milli er svo eitt mark í 4-2 sigri Breiðabliks á KA sumarið 2017. Af þeim átta mörkum sem Damir hefur skorað þá hafa sex þeirra tryggt Blikum annað hvort jafntefli eða sigur. Geri aðrir betur. Klippa: Damir í viðtali eftir leik Blaðamaður vissi ekki af þeirri staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hefðu verið gegn Fylki og ef marka má viðtalið þá vissi Damir það ekki heldur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15 Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Varnarjaxlinn Damir Muminovic tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Fylki í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær er liðin mættust í Lautinni í Árbænum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark gærkvöldsins. Damir – sem skorar þó eflaust meira en margir – hefur ekki beint farið mikinn fyrir framan mark andstæðinganna síðan hann gekk í raðir Breiðabliks. Damir er meira fyrir að láta verkin tala á eigin vallarhelming þar sem hann hefur verið einn allra besti varnarmaður Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Frá árinu 2014 hefur miðvörðurinn skorað átta mörk í deild og bikar í samtals 138 leikjum. Það sem gerir mark gærdagsins sérstakt er sú staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hans hafa komið gegn Fylki. Klippa: Sigurmark Blika gegn Fylki Sumarið 2016 skoraði Damir tvö mörk í tuttugu leikjum, bæði gegn Fylki. Í fyrri leik liðanna þá tryggði hann Blikum 2-1 sigur. Fór leikurinn fram í Lautinni í Árbænum og skoraði Damir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Nær alveg eins og í gær. Í síðari leik liðanna kom hann Blikum yfir þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Emil Ásmundsson jafnaði metin fyrir Fylki skömmu síðar. Síðasta sumar skoraði Damir eitt þriggja marka Blika – aftur í Lautinni – í ótrúlegu 4-3 tapi. Skoraði Damir í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði metin í 2-2. Það dugði ekki til að þessu sinni en Blikar fengu á sig tvö mörk áður en Thomas Mikkelsen minnkaði muninn undir lok leiks. Þarna á milli er svo eitt mark í 4-2 sigri Breiðabliks á KA sumarið 2017. Af þeim átta mörkum sem Damir hefur skorað þá hafa sex þeirra tryggt Blikum annað hvort jafntefli eða sigur. Geri aðrir betur. Klippa: Damir í viðtali eftir leik Blaðamaður vissi ekki af þeirri staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hefðu verið gegn Fylki og ef marka má viðtalið þá vissi Damir það ekki heldur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15 Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15
Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45