Fjögur af síðustu fimm komið gegn Fylki | Sjáðu sigurmarkið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 12:00 Damir var hinn rólegasti eftir leik þrátt fyrir að hafa tryggt Blikum öll þrjú stigin. Mynd/Stöð 2 Sport Varnarjaxlinn Damir Muminovic tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Fylki í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær er liðin mættust í Lautinni í Árbænum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark gærkvöldsins. Damir – sem skorar þó eflaust meira en margir – hefur ekki beint farið mikinn fyrir framan mark andstæðinganna síðan hann gekk í raðir Breiðabliks. Damir er meira fyrir að láta verkin tala á eigin vallarhelming þar sem hann hefur verið einn allra besti varnarmaður Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Frá árinu 2014 hefur miðvörðurinn skorað átta mörk í deild og bikar í samtals 138 leikjum. Það sem gerir mark gærdagsins sérstakt er sú staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hans hafa komið gegn Fylki. Klippa: Sigurmark Blika gegn Fylki Sumarið 2016 skoraði Damir tvö mörk í tuttugu leikjum, bæði gegn Fylki. Í fyrri leik liðanna þá tryggði hann Blikum 2-1 sigur. Fór leikurinn fram í Lautinni í Árbænum og skoraði Damir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Nær alveg eins og í gær. Í síðari leik liðanna kom hann Blikum yfir þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Emil Ásmundsson jafnaði metin fyrir Fylki skömmu síðar. Síðasta sumar skoraði Damir eitt þriggja marka Blika – aftur í Lautinni – í ótrúlegu 4-3 tapi. Skoraði Damir í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði metin í 2-2. Það dugði ekki til að þessu sinni en Blikar fengu á sig tvö mörk áður en Thomas Mikkelsen minnkaði muninn undir lok leiks. Þarna á milli er svo eitt mark í 4-2 sigri Breiðabliks á KA sumarið 2017. Af þeim átta mörkum sem Damir hefur skorað þá hafa sex þeirra tryggt Blikum annað hvort jafntefli eða sigur. Geri aðrir betur. Klippa: Damir í viðtali eftir leik Blaðamaður vissi ekki af þeirri staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hefðu verið gegn Fylki og ef marka má viðtalið þá vissi Damir það ekki heldur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15 Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Varnarjaxlinn Damir Muminovic tryggði Breiðabliki 1-0 sigur á Fylki í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær er liðin mættust í Lautinni í Árbænum. „Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark gærkvöldsins. Damir – sem skorar þó eflaust meira en margir – hefur ekki beint farið mikinn fyrir framan mark andstæðinganna síðan hann gekk í raðir Breiðabliks. Damir er meira fyrir að láta verkin tala á eigin vallarhelming þar sem hann hefur verið einn allra besti varnarmaður Pepsi Max deildarinnar undanfarin ár. Frá árinu 2014 hefur miðvörðurinn skorað átta mörk í deild og bikar í samtals 138 leikjum. Það sem gerir mark gærdagsins sérstakt er sú staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hans hafa komið gegn Fylki. Klippa: Sigurmark Blika gegn Fylki Sumarið 2016 skoraði Damir tvö mörk í tuttugu leikjum, bæði gegn Fylki. Í fyrri leik liðanna þá tryggði hann Blikum 2-1 sigur. Fór leikurinn fram í Lautinni í Árbænum og skoraði Damir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Nær alveg eins og í gær. Í síðari leik liðanna kom hann Blikum yfir þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Emil Ásmundsson jafnaði metin fyrir Fylki skömmu síðar. Síðasta sumar skoraði Damir eitt þriggja marka Blika – aftur í Lautinni – í ótrúlegu 4-3 tapi. Skoraði Damir í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði metin í 2-2. Það dugði ekki til að þessu sinni en Blikar fengu á sig tvö mörk áður en Thomas Mikkelsen minnkaði muninn undir lok leiks. Þarna á milli er svo eitt mark í 4-2 sigri Breiðabliks á KA sumarið 2017. Af þeim átta mörkum sem Damir hefur skorað þá hafa sex þeirra tryggt Blikum annað hvort jafntefli eða sigur. Geri aðrir betur. Klippa: Damir í viðtali eftir leik Blaðamaður vissi ekki af þeirri staðreynd að fjögur af síðustu fimm mörkum hefðu verið gegn Fylki og ef marka má viðtalið þá vissi Damir það ekki heldur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15 Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. 21. júní 2020 22:15
Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í Lautinni en tók þremur stigum fagnandi. 21. júní 2020 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Damir Mumonovic reyndist hetja Breiðabliks er liðið vann 1-0 útisigur á Fylki í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. 21. júní 2020 21:45