Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2020 21:35 Óskar Hrafn hefði viljað sjá lið sitt spila betur en var sáttur með þrjú stig. Vísir/Mynd Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00