Íslenski boltinn

Hetja Blika eftir leik: Ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Damir (t.h) var hetja Breiðabliks í kvöld.
Damir (t.h) var hetja Breiðabliks í kvöld. Vísir/Bára

Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, reyndist hetja liðsins er Blikar mörðu 1-0 sigur á Fylki í Lautinni í Árbænum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. Miðvörðurinn læt verkin tala á báðum endum vallarins og ræddi örstutt við Vísi að leik loknum.

„Mér líður mjög vel,“ sagði Damir glottandi um hvernig sér liði.

„Ég skora ekki oft en fyrir mér skiptir engu máli hver skorar, ég vill bara vinna,“ sagði Damir um sigurmark kvöldsins en hann hefur ekki verið þekktur fyrir mikla markaskorun í gegnum árin. 

Raunar er það svo Damir hefur aðeins skorað 16 mörk í 259 leikjum samkvæmt vef KSÍ.

„Leik eftir leik? Við erum búnir að halda tvisvar hreinu, róaðu þig,“ sagi Damir og hló aðspurður hvort hann tæki því þá ekki fagnandi að halda hreinu leik eftir leik.

„Auðvitað getum við gert betur. Fáum fullt af færum í fyrri hálfleik sem við eigum að nýta en ef ég á að vera hreinskilinn þá elska ég 1-0 sigra, skora eitt og halda hreinu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um frammistöðu Blika í fyrstu tveimur leikjum mótsins.

„Já ef við myndum vinna alla leiki 1-0 þá myndi ég taka því,“ sagði Damir að lokum áður en hann stökk inn í klefa til að fagna sigri kvöldsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×