Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 23:02 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst alls ekki bera ábyrgð á þeim mistökum sem bandarísk stjórnvöld gerðu í árdaga faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi í landinu vegna veirunnar. Trump kynnti ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að hefta útbreiðslu faraldursins á blaðamannafundinum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi verður ríkisstjórninni heimilt veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttunni við veiruna. Trump kvaðst einmitt lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Viðbrögð Trumps og ríkisstjórnar hans við útbreiðslu veirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Þannig hafa sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt eða vel við því þegar smit hófu fyrst að greinast í Bandaríkjunum í byrjun árs. Í byrjun þessa mánaðar viðurkenndu yfirvöld jafnframt að skortur væri á prófum til að skima fyrir veirunni. Þá hafa slíkar skimanir gengið afar hægt og hlutfallslega fá sýni hafa verið tekin í Bandaríkjunum. Þannig er óttast að mun fleiri séu smitaðir í landinu en staðfest smit segja til um. Þá greindi Reuters frá því í fyrradag að embættismenn innan bandaríska heilbrigðiskerfisins hefðu fundað leynilega um kórónuveiruna síðan í janúar. Krafa um að efni fundanna yrði ekki gert opinbert er talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. „Ég veit ekkert um þetta“ Trump var ítrekað inntur eftir því á blaðamannafundinum í kvöld hvort hann áliti sem svo að hann bæri ábyrgð á mistökum stjórnvalda. Það kvaðst forsetinn ekki gera. „Ég ber alls ekki ábyrgð vegna þess að við fengum ákveðnar aðstæður upp í hendurnar og okkur voru gefnar reglur, reglugerður og skilyrði frá öðrum tíma,“ sagði Trump, og virtist þar með kenna fyrri ríkisstjórnum um svifaseinar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar. Q: Do you take responsibility for the lag in #coronavirus testing? Trump: "No, I don't take responsibility at all." pic.twitter.com/bbFbZ7cCH3— Pod Save America (@PodSaveAmerica) March 13, 2020 Trump vildi heldur ekki gangast við því að hann bæri ábyrgð á því að farsóttarskrifstofa (e. pandemic office) Hvíta hússins hefði verið lögð niður árið 2018, tæpum tveimur árum eftir að Trump varð forseti. „Mér finnst þetta andstyggileg spurning,“ sagði Trump þegar hann var spurður út í málið. „Þegar þú segir „ég“, ég gerði það ekki […] Ég veit ekkert um þetta.“ Q: What responsibility do you take for disbanding the White House pandemic officeTrump: it's a nasty question ... we saved thousands of lives because of the quick closing. And when you say me, I didn't do it... I don't know anything about it...I don't know anything about it." pic.twitter.com/Mh7uCjGIjN— Marc Caputo (@MarcACaputo) March 13, 2020 Sýnataka og ferðabann Þá sagði Trump að hann yrði líklega sjálfur prófaður fyrir kórónuveirunni „nokkuð fljótlega“. Greint var frá því nú í vikunni að Trump og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefðu fundað með brasilískum embættismanni sem síðar greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag sögðust hvorki Trump né Pence ætla að fara í skimun fyrir veirunni. Í byrjun vikunnar tilkynnti Trump að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á í öllum löndum innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Bannið tekur gildi í nótt. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að til greina kæmi að Bretlandi yrði mögulega bætt við bannlistann og þá kæmi einnig til greina að taka einhver landanna út af listanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst alls ekki bera ábyrgð á þeim mistökum sem bandarísk stjórnvöld gerðu í árdaga faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi í landinu vegna veirunnar. Trump kynnti ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að hefta útbreiðslu faraldursins á blaðamannafundinum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi verður ríkisstjórninni heimilt veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttunni við veiruna. Trump kvaðst einmitt lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Viðbrögð Trumps og ríkisstjórnar hans við útbreiðslu veirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Þannig hafa sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt eða vel við því þegar smit hófu fyrst að greinast í Bandaríkjunum í byrjun árs. Í byrjun þessa mánaðar viðurkenndu yfirvöld jafnframt að skortur væri á prófum til að skima fyrir veirunni. Þá hafa slíkar skimanir gengið afar hægt og hlutfallslega fá sýni hafa verið tekin í Bandaríkjunum. Þannig er óttast að mun fleiri séu smitaðir í landinu en staðfest smit segja til um. Þá greindi Reuters frá því í fyrradag að embættismenn innan bandaríska heilbrigðiskerfisins hefðu fundað leynilega um kórónuveiruna síðan í janúar. Krafa um að efni fundanna yrði ekki gert opinbert er talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. „Ég veit ekkert um þetta“ Trump var ítrekað inntur eftir því á blaðamannafundinum í kvöld hvort hann áliti sem svo að hann bæri ábyrgð á mistökum stjórnvalda. Það kvaðst forsetinn ekki gera. „Ég ber alls ekki ábyrgð vegna þess að við fengum ákveðnar aðstæður upp í hendurnar og okkur voru gefnar reglur, reglugerður og skilyrði frá öðrum tíma,“ sagði Trump, og virtist þar með kenna fyrri ríkisstjórnum um svifaseinar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar. Q: Do you take responsibility for the lag in #coronavirus testing? Trump: "No, I don't take responsibility at all." pic.twitter.com/bbFbZ7cCH3— Pod Save America (@PodSaveAmerica) March 13, 2020 Trump vildi heldur ekki gangast við því að hann bæri ábyrgð á því að farsóttarskrifstofa (e. pandemic office) Hvíta hússins hefði verið lögð niður árið 2018, tæpum tveimur árum eftir að Trump varð forseti. „Mér finnst þetta andstyggileg spurning,“ sagði Trump þegar hann var spurður út í málið. „Þegar þú segir „ég“, ég gerði það ekki […] Ég veit ekkert um þetta.“ Q: What responsibility do you take for disbanding the White House pandemic officeTrump: it's a nasty question ... we saved thousands of lives because of the quick closing. And when you say me, I didn't do it... I don't know anything about it...I don't know anything about it." pic.twitter.com/Mh7uCjGIjN— Marc Caputo (@MarcACaputo) March 13, 2020 Sýnataka og ferðabann Þá sagði Trump að hann yrði líklega sjálfur prófaður fyrir kórónuveirunni „nokkuð fljótlega“. Greint var frá því nú í vikunni að Trump og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefðu fundað með brasilískum embættismanni sem síðar greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag sögðust hvorki Trump né Pence ætla að fara í skimun fyrir veirunni. Í byrjun vikunnar tilkynnti Trump að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á í öllum löndum innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Bannið tekur gildi í nótt. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að til greina kæmi að Bretlandi yrði mögulega bætt við bannlistann og þá kæmi einnig til greina að taka einhver landanna út af listanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10
Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52