Erlent

Skortur á veiruprófum í Bandaríkjunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
VMike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, gáfu hvorum öðrum ebóluolnbogann svokallaða á blaðamannafundi í gær.
VMike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, gáfu hvorum öðrum ebóluolnbogann svokallaða á blaðamannafundi í gær. AP/Ted S. Warren

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú viðurkennt skort á prófum til að skera úr um hvort fólk sé með kórónuvírusinn eða ekki en smituðum fer nú fjölgandi austur, jafnt sem vesturströnd ríkisins. Mike Pence varaforseti, sem fer fyrir aðgerðahópi sem á að takast á við faraldurinn, viðurkenndi á fundi í nótt að stjórnin muni ekki geta staðið við loforð sitt um að útvega eina milljón slíkra prófa í þessari viku.

Á bandaríska þinginu tóku menn hinsvegar höndum saman og samþykktu með hraði áætlun sem ætlað er að hefta útbreiðslu veirunnar.

Nú hafa rúmlega níutíu og tvöþúsund manns um allan heim smitast en enn sem komið er eru langflest smitin í Kína, þar sem sjúkdómurinn virðist vera í rénun. Tólf hafa látið lífið í Bandaríkjunum og þar hafa túmlega tvöhundruð tilfelli verið greind.

Sérfræðingar óttast þó að smitin kunni að vera mun fleiri, í ljósi þess að ekki er unnt að rannsaka það nægilega vel. Þá er farþegaskipið Grand Princess í sóttkví í San Francisco flóa en þar er grunur um smit hjá farþegunum sem eru um 3.500 talsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×