Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 13:58 Hér má sjá þá Trump, Bolsonaro og Pence. Yfir vinstri öxl Trump má sjá hluta andlits Wajngarten, sem er smitaður af kórónuveirunni. AP/Alan Santos Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira