„Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 23:30 Þeir sem hafa veikst eru færðir frá borði. Aðrir þurfa að sitja sem fastast. Vísir/EPA Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu sem hefur verið í sóttkví eftir að nokkur tilfelli af Covid19-veiruni, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan, greindust um borð. Síðan hefur veiran breiðst út um skipið en alls hafa 175 manns um borð sýkst af veirinni, að því er fram kemur á vef CNN. Þeir sem smituðust hafa verið sendir á spítala en öðrum er ekki hleypt frá borði og því hafa á fjórða þúsund manns, meirihlutinn farþegar, þurft að hírast um borð frá því 4. febrúar. Og einhver þarf að sinna farþegunum, sem margir hverjir hafa greitt þúsundir dollara fyrir miðann. Farþegarnir mega ekki fara úr káetunum en áhafnarmeðlimir hafa sinnt sínum störfum eins og venjulega, séð um farþegana og annað sem þarf að gera um borð í skipinu. Farþegar mega ekki fara frá borði.Vísir/AP CNN ræddi við Sonali Thakkar, 24 ára gamlan öryggisvörð um borð, og hefur hún meðal annars séð um að fylgja veikum farþegum á meðan þeir yfirgefa skipið. Hún veiktist hins vegar nýlega og hefur verið sett í einangrun. „Ég borða lítið og hef verið með hita,“ sagði Thakkar í samtali við CNN. „Við erum öll mjög stressuð og hrædd.“ Óttast hún að veiran sé farin að breiðast út á meðal áhafnarmeðlima sem margir hverjir þurfa að deila herbergi með öðrum áhafnarmeðlimum auk þess sem að þeir borða flestir saman í matsal. Fimm hafa þegar smitast. „Það eru svo margir staðir þar sem við erum saman, ekki aðskilin frá hverju öðru. Sérstaklega í matsalnum þar sem við borðum saman.“ Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu sem hefur verið í sóttkví eftir að nokkur tilfelli af Covid19-veiruni, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan, greindust um borð. Síðan hefur veiran breiðst út um skipið en alls hafa 175 manns um borð sýkst af veirinni, að því er fram kemur á vef CNN. Þeir sem smituðust hafa verið sendir á spítala en öðrum er ekki hleypt frá borði og því hafa á fjórða þúsund manns, meirihlutinn farþegar, þurft að hírast um borð frá því 4. febrúar. Og einhver þarf að sinna farþegunum, sem margir hverjir hafa greitt þúsundir dollara fyrir miðann. Farþegarnir mega ekki fara úr káetunum en áhafnarmeðlimir hafa sinnt sínum störfum eins og venjulega, séð um farþegana og annað sem þarf að gera um borð í skipinu. Farþegar mega ekki fara frá borði.Vísir/AP CNN ræddi við Sonali Thakkar, 24 ára gamlan öryggisvörð um borð, og hefur hún meðal annars séð um að fylgja veikum farþegum á meðan þeir yfirgefa skipið. Hún veiktist hins vegar nýlega og hefur verið sett í einangrun. „Ég borða lítið og hef verið með hita,“ sagði Thakkar í samtali við CNN. „Við erum öll mjög stressuð og hrædd.“ Óttast hún að veiran sé farin að breiðast út á meðal áhafnarmeðlima sem margir hverjir þurfa að deila herbergi með öðrum áhafnarmeðlimum auk þess sem að þeir borða flestir saman í matsal. Fimm hafa þegar smitast. „Það eru svo margir staðir þar sem við erum saman, ekki aðskilin frá hverju öðru. Sérstaklega í matsalnum þar sem við borðum saman.“
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00
Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45
Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09
Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45