„Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 23:30 Þeir sem hafa veikst eru færðir frá borði. Aðrir þurfa að sitja sem fastast. Vísir/EPA Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu sem hefur verið í sóttkví eftir að nokkur tilfelli af Covid19-veiruni, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan, greindust um borð. Síðan hefur veiran breiðst út um skipið en alls hafa 175 manns um borð sýkst af veirinni, að því er fram kemur á vef CNN. Þeir sem smituðust hafa verið sendir á spítala en öðrum er ekki hleypt frá borði og því hafa á fjórða þúsund manns, meirihlutinn farþegar, þurft að hírast um borð frá því 4. febrúar. Og einhver þarf að sinna farþegunum, sem margir hverjir hafa greitt þúsundir dollara fyrir miðann. Farþegarnir mega ekki fara úr káetunum en áhafnarmeðlimir hafa sinnt sínum störfum eins og venjulega, séð um farþegana og annað sem þarf að gera um borð í skipinu. Farþegar mega ekki fara frá borði.Vísir/AP CNN ræddi við Sonali Thakkar, 24 ára gamlan öryggisvörð um borð, og hefur hún meðal annars séð um að fylgja veikum farþegum á meðan þeir yfirgefa skipið. Hún veiktist hins vegar nýlega og hefur verið sett í einangrun. „Ég borða lítið og hef verið með hita,“ sagði Thakkar í samtali við CNN. „Við erum öll mjög stressuð og hrædd.“ Óttast hún að veiran sé farin að breiðast út á meðal áhafnarmeðlima sem margir hverjir þurfa að deila herbergi með öðrum áhafnarmeðlimum auk þess sem að þeir borða flestir saman í matsal. Fimm hafa þegar smitast. „Það eru svo margir staðir þar sem við erum saman, ekki aðskilin frá hverju öðru. Sérstaklega í matsalnum þar sem við borðum saman.“ Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu sem hefur verið í sóttkví eftir að nokkur tilfelli af Covid19-veiruni, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan, greindust um borð. Síðan hefur veiran breiðst út um skipið en alls hafa 175 manns um borð sýkst af veirinni, að því er fram kemur á vef CNN. Þeir sem smituðust hafa verið sendir á spítala en öðrum er ekki hleypt frá borði og því hafa á fjórða þúsund manns, meirihlutinn farþegar, þurft að hírast um borð frá því 4. febrúar. Og einhver þarf að sinna farþegunum, sem margir hverjir hafa greitt þúsundir dollara fyrir miðann. Farþegarnir mega ekki fara úr káetunum en áhafnarmeðlimir hafa sinnt sínum störfum eins og venjulega, séð um farþegana og annað sem þarf að gera um borð í skipinu. Farþegar mega ekki fara frá borði.Vísir/AP CNN ræddi við Sonali Thakkar, 24 ára gamlan öryggisvörð um borð, og hefur hún meðal annars séð um að fylgja veikum farþegum á meðan þeir yfirgefa skipið. Hún veiktist hins vegar nýlega og hefur verið sett í einangrun. „Ég borða lítið og hef verið með hita,“ sagði Thakkar í samtali við CNN. „Við erum öll mjög stressuð og hrædd.“ Óttast hún að veiran sé farin að breiðast út á meðal áhafnarmeðlima sem margir hverjir þurfa að deila herbergi með öðrum áhafnarmeðlimum auk þess sem að þeir borða flestir saman í matsal. Fimm hafa þegar smitast. „Það eru svo margir staðir þar sem við erum saman, ekki aðskilin frá hverju öðru. Sérstaklega í matsalnum þar sem við borðum saman.“
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00
Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45
Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09
Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45