Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 14:04 Xi Jinping, forseti Kína, ræði við Covid-sjúkling í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetinn varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við faraldrinum á ársþingi WHO í dag. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. Ísland er á meðal 122 aðildarríkja WHO sem lögðu til að uppruni nýs afbrigðis kórónuveiru og viðbrögð ríkja heims við henni verði rannsökuð á ársþingi stofnunarinnar sem hófst í morgun og fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bandarísk og áströlsk stjórnvöld hafa sérstaklega beint spjótum sínum að Kína og WHO vegna faraldursins. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, fullyrti á þingi að rannsókn færi fram „við fyrsta mögulega tækifæri“ og að hún myndi hjálpa til við undirbúning fyrir farsóttir framtíðarinnar. „Við drögum öll lærdóm af þessum faraldri. Öll lönd og allar stofnanir verða að kanna viðbrögð sín og læra af reynslunni. WHO er skuldbundin gegnsæi, ábyrgð og áframhaldandi umbótum,“ sagði Tedros. Stjórnvöld í Beijing hafa fram að þessu lagst gegn rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar en Xi forseti sagði á þinginu í dag að WHO þyrfti að leiða slíka rannsókn með hlutlægni og sanngirni að leiðarljósi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Frá upphafi höfum við komið fram á opinn hátt með gegnsæi og ábyrgð,“ fullyrti Xi. Kínversk stjórnvöld neituðu þó í upphafi faraldursins að deila upplýsingum um veiruna með öðrum þjóðum og yfirvöld í Wuhan reyndu að þagga niður í læknum og fréttamönnum sem vöruðu við hættunni. Tilkynnti Xi að kínversk stjórnvöld myndu verja tveimur milljörðum dollara til að aðstoða ríki heims til að berjast gegn kórónuveirunni og efnahagsáhrifum faraldursins, sérstaklega þróunarríkin. Kína Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24 Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09 Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. Ísland er á meðal 122 aðildarríkja WHO sem lögðu til að uppruni nýs afbrigðis kórónuveiru og viðbrögð ríkja heims við henni verði rannsökuð á ársþingi stofnunarinnar sem hófst í morgun og fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bandarísk og áströlsk stjórnvöld hafa sérstaklega beint spjótum sínum að Kína og WHO vegna faraldursins. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, fullyrti á þingi að rannsókn færi fram „við fyrsta mögulega tækifæri“ og að hún myndi hjálpa til við undirbúning fyrir farsóttir framtíðarinnar. „Við drögum öll lærdóm af þessum faraldri. Öll lönd og allar stofnanir verða að kanna viðbrögð sín og læra af reynslunni. WHO er skuldbundin gegnsæi, ábyrgð og áframhaldandi umbótum,“ sagði Tedros. Stjórnvöld í Beijing hafa fram að þessu lagst gegn rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar en Xi forseti sagði á þinginu í dag að WHO þyrfti að leiða slíka rannsókn með hlutlægni og sanngirni að leiðarljósi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Frá upphafi höfum við komið fram á opinn hátt með gegnsæi og ábyrgð,“ fullyrti Xi. Kínversk stjórnvöld neituðu þó í upphafi faraldursins að deila upplýsingum um veiruna með öðrum þjóðum og yfirvöld í Wuhan reyndu að þagga niður í læknum og fréttamönnum sem vöruðu við hættunni. Tilkynnti Xi að kínversk stjórnvöld myndu verja tveimur milljörðum dollara til að aðstoða ríki heims til að berjast gegn kórónuveirunni og efnahagsáhrifum faraldursins, sérstaklega þróunarríkin.
Kína Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24 Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09 Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24
Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58
WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09
Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent