Ísland á meðal þjóða sem vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. maí 2020 12:24 Forstjóri Alþjóðaheilsbrigðismálastofnunarinnar hefur hafnað gagnrýni Bandaríkjaforseta um að hafa brugðist of seint við faraldri Kórónuveirunnar. Vísir/Getty Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni. Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni.
Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58
Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57