Erlent

WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill öðlast skýrari mynd af þróun faraldursins frá upphafi og hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni úr lungabólgusjúklingum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill öðlast skýrari mynd af þróun faraldursins frá upphafi og hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni úr lungabólgusjúklingum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvetur ríki heims til að fara að fordæmi Frakka sem rannsökuðu á dögunum gömul sýni úr lungabólgusjúklingum en í ljós kom að kórónuveiran hafði borist til Frakklands tæpum mánuði áður en stjórnvöld tilkynntu um fyrsta kórónuveirutilfellið í landinu í lok janúar.

Al Jazeera hefur eftir Christian Lindmeier, talsmanni stofnunarinnar, að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sem tekin voru úr lungnabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19.

Lindmeier fjallaði um uppgötvunina á blaðamannafundi í Genf í gær.

Mögulegt væri að hið sama gilti um aðrar þjóðir og að faraldurinn hefði borist mun fyrr til landanna en áður var talið. Því væri afar mikilvægt að ríki heims athugi gömul sýni, einkum frá desembermánuði, á ný í þeim tilgangi að kanna hvort sjúklingar hafi verið með Covid-19. Ef ríki heims legðu hönd á plóg myndi vísindasamfélagið öðlast mun skýrari mynd af þróun faraldursins frá upphafi.

Læknateymi á Avicenne-Jean Verdier spítalanum í Frakklandi rannsökuðu gömul sýni sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í desember og athuguðu hvort einhver sjúklinganna hefði verið með kórónuveiruna. Af 24 sýnum kom í ljós að eitt þeirra var jákvætt.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×