Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2019 11:00 AP/Carolyn Kaster Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þingi Bandaríkjanna hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. Þá veitti hann rannsakendum upptöku af einum slíkum samskiptum. Alríkisdómari hefur úrskurðað að hluti rannsóknargagna Rússarannsóknarinnar sem snúi að Flynn verði gerði opinber á næstu tveimur vikum. Meðal þeirra gagna er samtal Flynn við Sergey Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum frá því í nóvember 2016. Samkvæmt Washington Post snýr samtalið að viðskiptaþvingunum sem Barack Obama, þáverandi forseti, hafði beitt gegn Rússlandi. Flynn sagði Kislyak að hafa ekki áhyggjur og bíða eftir því að Trump tæki við embættinu. Leyniþjónustur Bandaríkjanna tóku samtalið upp og vakti það upp áhyggjur af samskiptum starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi í aðdraganda embættistöku Trump.Bíður dómsuppkvaðningar Flynn hefur játað að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti hans og Kislyak og bíður dómsuppkvaðningar. Hann hóf samstarf með rannsakendur eftir að til að reyna að fá vægari dóm. Saksóknarar hafa mælt til þess að Flynn fái litinn sem engan dóm vegna þess samstarfs. Dómarinn úrskurðaði einnig í gærkvöldi að opinbera ætti hljóðskilaboð sem Flynn barst frá lögmanni Donald Trump í nóvember 2017, þegar Flynn var að íhuga að starfa með rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Í því símtali skyldi John Dowd, einkalögmaður Trump, skilaboð eftir í talhólfi Flynn þar sem hann sagðist vilja vita hvort Flynn sæti á einhverjum upplýsingum sem kæmu Trump illa og minnti hann Flynn á að Trump þætti vænt um hann. Rannsakendur Robert Mueller íhuguðu vandlega hvort símtalið væri til marks um það hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á Rússarannsóknina.Margsinnis reynt að hafa áhrif á hann Í nýlega opinberuðum dómsskjölum kemur einnig fram að Flynn sagði hann og lögmenn hans hafa margsinnis verið í samskiptum við aðila sem tengist ríkisstjórn Trump og þingi Bandaríkjanna sem snúið hafi að mögulegu samstarfi hans með rannsakendum. Með því markmiði að fá hann til að starfa ekki með rannsakendum. Þá kom fram í skýrslu Mueller að Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og K.T. McFarland, fyrrverandi aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi, hafi verið beðnir, af Donald Trump, að ræða við Flynn og segja honum að sýna skapstyrk. Í skýrslu Mueller segir að hann hafi ekki viljað segja til um hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar eða hvort ákæra ætti forsetann, vegna reglna Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Þessi í stað tíundaði Mueller tíu liði rannsóknar sinnar sem sneru að þeim möguleika. Þá sagði hann að ákvörðunin ætti að vera þingsins. William Barr, dómsmálaráðherra Trump, lýsti því þó sjálfur yfir að ekki væri tilefni til að ákæra Trump. Sannanir Mueller dygðu ekki til ákæru eða sakfellingar fyrir dómi. Barr hefur verið harðlega gagnrýndu fyrir atferli sitt í tengslum við skýrslu Mueller. Sjá einnig: Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginuRúmlega 900 fyrrverandi alríkissaksóknarar hafa þó skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir segja að ef Trump væri ekki forseti væri hægt að ákæra hann. „Hver okkar trúir því að framferði Trump forseta eins og því er lýst í skýrslu Mueller myndi, í tilfelli annarra persóna sem væru ekki varðar af reglum Dómsmálaráðuneytisins gegn því að ákæra sitjandi forseta, leiða til margra ákæra fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ skrifa saksóknararnir. Sjá einnig: Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forsetiDemókratar í fulltrúadeild þingsins leggja mikið kapp á það þessa dagana að koma höndum yfir skýrslu Mueller í heilu lagi og öll gögn rannsóknarinnar. Það eina sem þeir hafa séð hingað til er útgáfa skýrslunnar þar sem Barr hefur strikað yfir stóran hluta hennar.Heimildarmaður Politico innan þingsins segir þá staðreynd að aðili eða aðilar sem tengist þinginu hafi reynt að koma í veg fyrir að Flynn ræddi við rannsakendur til marks um nauðsyn þess að Demókratar sjái skýrsluna í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 8. maí 2019 22:53 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þingi Bandaríkjanna hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. Þá veitti hann rannsakendum upptöku af einum slíkum samskiptum. Alríkisdómari hefur úrskurðað að hluti rannsóknargagna Rússarannsóknarinnar sem snúi að Flynn verði gerði opinber á næstu tveimur vikum. Meðal þeirra gagna er samtal Flynn við Sergey Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum frá því í nóvember 2016. Samkvæmt Washington Post snýr samtalið að viðskiptaþvingunum sem Barack Obama, þáverandi forseti, hafði beitt gegn Rússlandi. Flynn sagði Kislyak að hafa ekki áhyggjur og bíða eftir því að Trump tæki við embættinu. Leyniþjónustur Bandaríkjanna tóku samtalið upp og vakti það upp áhyggjur af samskiptum starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi í aðdraganda embættistöku Trump.Bíður dómsuppkvaðningar Flynn hefur játað að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti hans og Kislyak og bíður dómsuppkvaðningar. Hann hóf samstarf með rannsakendur eftir að til að reyna að fá vægari dóm. Saksóknarar hafa mælt til þess að Flynn fái litinn sem engan dóm vegna þess samstarfs. Dómarinn úrskurðaði einnig í gærkvöldi að opinbera ætti hljóðskilaboð sem Flynn barst frá lögmanni Donald Trump í nóvember 2017, þegar Flynn var að íhuga að starfa með rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Í því símtali skyldi John Dowd, einkalögmaður Trump, skilaboð eftir í talhólfi Flynn þar sem hann sagðist vilja vita hvort Flynn sæti á einhverjum upplýsingum sem kæmu Trump illa og minnti hann Flynn á að Trump þætti vænt um hann. Rannsakendur Robert Mueller íhuguðu vandlega hvort símtalið væri til marks um það hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á Rússarannsóknina.Margsinnis reynt að hafa áhrif á hann Í nýlega opinberuðum dómsskjölum kemur einnig fram að Flynn sagði hann og lögmenn hans hafa margsinnis verið í samskiptum við aðila sem tengist ríkisstjórn Trump og þingi Bandaríkjanna sem snúið hafi að mögulegu samstarfi hans með rannsakendum. Með því markmiði að fá hann til að starfa ekki með rannsakendum. Þá kom fram í skýrslu Mueller að Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og K.T. McFarland, fyrrverandi aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi, hafi verið beðnir, af Donald Trump, að ræða við Flynn og segja honum að sýna skapstyrk. Í skýrslu Mueller segir að hann hafi ekki viljað segja til um hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar eða hvort ákæra ætti forsetann, vegna reglna Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Þessi í stað tíundaði Mueller tíu liði rannsóknar sinnar sem sneru að þeim möguleika. Þá sagði hann að ákvörðunin ætti að vera þingsins. William Barr, dómsmálaráðherra Trump, lýsti því þó sjálfur yfir að ekki væri tilefni til að ákæra Trump. Sannanir Mueller dygðu ekki til ákæru eða sakfellingar fyrir dómi. Barr hefur verið harðlega gagnrýndu fyrir atferli sitt í tengslum við skýrslu Mueller. Sjá einnig: Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginuRúmlega 900 fyrrverandi alríkissaksóknarar hafa þó skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir segja að ef Trump væri ekki forseti væri hægt að ákæra hann. „Hver okkar trúir því að framferði Trump forseta eins og því er lýst í skýrslu Mueller myndi, í tilfelli annarra persóna sem væru ekki varðar af reglum Dómsmálaráðuneytisins gegn því að ákæra sitjandi forseta, leiða til margra ákæra fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ skrifa saksóknararnir. Sjá einnig: Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forsetiDemókratar í fulltrúadeild þingsins leggja mikið kapp á það þessa dagana að koma höndum yfir skýrslu Mueller í heilu lagi og öll gögn rannsóknarinnar. Það eina sem þeir hafa séð hingað til er útgáfa skýrslunnar þar sem Barr hefur strikað yfir stóran hluta hennar.Heimildarmaður Politico innan þingsins segir þá staðreynd að aðili eða aðilar sem tengist þinginu hafi reynt að koma í veg fyrir að Flynn ræddi við rannsakendur til marks um nauðsyn þess að Demókratar sjái skýrsluna í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 8. maí 2019 22:53 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 8. maí 2019 22:53
Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22
Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10