Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Andri Eysteinsson skrifar 5. maí 2019 23:48 Persónur og leikendur. frá vinstri, Dómsmálaráðherrann Barr- forsetinn Trump-Mueller rannsakandi. Getty/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira