Larry er 26 ára gamall miðherji sem gekk í raðir Cleveland fyrir síðustu leiktíð. Þar áður lék hann með Los Angeles Lakers í fjögur ár.
Gylfi Sigurðsson var í banastuði með Larry í stúkunni. Gylfi skoraði annað mark Everton og lagði upp það fjórða fyrir Theo Walcott. Upprúllun hjá Everton.
Gylfi birti í dag mynd af sér á Insagram ásamt Larry en þeir skiptust á treyjum eftir leikinn; Gylfi fékk treyju Cleveland með nafni Larry en Larry fékk Everton-treyju með nafni Gylfa.