Enski boltinn

City kvartaði formlega yfir dómgæslunni gegn Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola kvartaði yfir dómgæslunni með miklu látbragði.
Guardiola kvartaði yfir dómgæslunni með miklu látbragði. vísir/getty

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester City hafi kvartað formlega yfir frammistöðu dómarans Michaels Oliver í 3-1 tapinu fyrir Liverpool á Anfield á sunnudaginn.

City-menn voru afar ósáttir við dómgæsluna en þeir vildu fá tvær vítaspyrnur í leiknum.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, lét fjórða dómarann, Mike Dean, heyra það með miklum tilþrifum eftir seinna atvikið og í leikslok þakkaði hann Oliver svo kaldhæðnislega fyrir leikinn.

City ku hafa sent formlega kvörtun til Mike Riley, yfirmanns dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir leikinn neitaði Guardiola að tala um dómgæsluna en hvatti fréttamenn þess í stað til að tala við Riley og hans fólk.

City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Liverpool.


Tengdar fréttir

Fabinho sýndi nýja hlið á sér

Þegar stuðningsmenn Liverpool hugsa um Brasilíumanninn Fabinho koma líklega glæsimörk ekki fyrst upp í hugann en hann er þekktari fyrir að vera á hinum enda vallarins að sjá til þess að liðið fái ekki mörk á sig.

Guardiola aldrei verið stoltari af sínu liði

Englandsmeistarar Manchester City steinlágu fyrir meistaraefnum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en Pep Guardiola var í skýjunum með frammistöðu síns liðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.