Liverpool fór illa með Englandsmeistarana í toppslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óstöðvandi
Óstöðvandi vísir/getty
Liverpool steig stórt skref í átt að Englandsmeistaratitlinum í dag þegar liðið fór illa með ríkjandi Englandsmeistara Manchester City á Anfield í toppbaráttuslag ensku úrvalsdeildarinnar.

Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho opnaði leikinn með frábæru skoti utan vítateigs sem Claudio Bravo átti engan möguleika á að verja. 

Á 13.mínútu tvöfaldaði Mo Salah forystuna með laglegu skallamarki og Englandsmeistararnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik en síðari hálfleikur var aðeins nokkurra mínútna gamall þegar Sadio Mane skoraði þriðja mark Liverpool.

Bernardo Silva náði að búa til smá spennu fyrir lokamínúturnar þegar hann minnkaði muninn á 78.mínútu. Skömmu síðar vildu Man City fá vítaspyrnu þegar Trent Alexander Arnold handlék boltann innan vítateigs en ekkert var dæmt.

Lokatölur 3-1 fyrir Liverpool sem hefur nú átta stiga forystu á toppi deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira