Enski boltinn

„Sadio er frábær strákur og ég skildi ekki í fyrstu hvað var í gangi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane og Jordan Henderson á góðri stundu.
Sadio Mane og Jordan Henderson á góðri stundu. Getty/Andrew Powell
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segist geta fullvissað stuðningsmenn Liverpool um að það verði engin eftirmálar af reiðikasti Sadio Mane um helgina.Sadio Mane var þá mjög ósáttur út í liðsfélaga sinn Mohamed Salah eftir að Egyptinn reyndi frekar sjálfur í stað þess að gefa á Mané í dauðafæri. Mané hefði jafnað við Salah á markalistanum ef hann hefði skorað.Það þurfti að halda aftur af Sadio Mane þegar hann var tekinn af velli í Burnley leiknum en Henderson sagði frá sinni upplifun af atvikinu.„Ég sé þetta hjá honum einstaka sinnum. Sadio er í góðu lagi og hann er frábær strákur. Þetta er bara dæmi um það að við erum að pressa á hvern annan allan tímann og ég tel að það sé mikilvægt fyrir okkar lið,“ sagði Jordan Henderson.„Við viljum allir gera betur og verða betri. Við erum líka allir mjög nánir og ég er viss um að við tökum rétt á þessu,“ sagði Henderson.„Ég er ekki viss um hvað kveikti svona í honum. Ég skildi ekki í fyrstu hvað var í gangi en þegar hann kom inn í klefa þá var hann hlæjandi og segjandi brandara,“ sagði Henderson.„Það mikilvægasta er að við náðum í úrslit og Sadio veit það. Hann stóð sig vel enn einu sini. Hann og Bobby [Roberto Firmino) voru öflugir og Mane átti frábæran leik,“ sagði Henderson.Liðsfélagarnir Sadio Mané og Mohamed Salah fá líka smá pásu frá hvorum öðrum á næstu dögum því nú er komið landsleikjahlé og Liverpool spilar ekki aftur fyrr en 14. september.


Tengdar fréttir

Carra hefur ekki miklar áhyggjur af ósætti Mané og Salah

Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ósætti tveggja af stærstu stjörnum Evrópumeistara Liverpool enda fór það ekki á milli mála hjá neinum þegar Sadio Mane brjálaðist þegar hann var tekinn af velli á móti Burnley um helgina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.