Enski boltinn

Klopp segir Mane tilfinningaríkan leikmann og að atvikið verði leyst í búningsklefanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane í stuði, eða ekki, í dag.
Mane í stuði, eða ekki, í dag. vísir/getty
Jurgen Klopp var ánægður og rúmlega það með sína lærisveina er Liverpool vann sinn 13. leik í röð þegar liðið fór með stigin þrjú burt frá Turf Moor eftir 3-0 sigur á Burnley.

Sjálfsmark og sitt hvort markið frá þeim Sadio Mane og Roberto Firmino tryggðu Liverpool sigur sem eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina.

„Við vorum frábærir. Það voru svo margar 50/50 stöður í leiknum útaf löngu boltunum þeirra. Á augnablikum í leiknum spiluðum við mjög, mjög góðan fótbolta. Það var allt þarna,“ sagði Klopp í leikslok.







„Við vorum heppnir í fyrsta markinu en við áttum það skilið. Við stjórnuðum leiknum eins vel og hægt er. Við vorum ákafir en gáfum ekki færi á okkur í aukaspyrnum.“

„Burnley spilaði einnig fótbolta og við fengum færi til þess að skora úr skyndisóknum. Þú þarft að vera mjög einbeittur og tilbúinn.“

Athyglisvert atvik gerðist er Sadio Mane var skipt af velli á 85. mínútu. Hann trylltist alveg eftir að hann var skipt af velli.

Talið er að reiði Mane beinist af því að félagar hans hafi ekki verið duglegir að finna hann í fremstu víglínu og þá sér í lagi Mo Salah.

„Sadio Mane er tilfinningaríkur maður og við erum allir einstaklingar. Það var eitthvað sem honum líkaði ekki en það var ekki skiptingin. Við munum fara yfir þetta í klefanum,“ sagði Þjóðverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×