Carra hefur ekki miklar áhyggjur af ósætti Mané og Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 07:30 Mohamed Salah og Sadio Mane keppast við að skora sem flest mörk fyrir Liverpool liðið. Getty/Andrew Powell Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ósætti tveggja af stærstu stjörnum Evrópumeistara Liverpool enda fór það ekki á milli mála hjá neinum þegar Sadio Mane brjálaðist þegar hann var tekinn af velli á móti Burnley um helgina. Sadio Mane var reiður yfir því að Mohamed Salah reyndi sjálfur að „hnoða“ inn marki í stað þess að gefa á Sadio Mane sem var í dauðafæri. Sadio Mane var búinn að skora í leiknum en Mohamed Salah ekki. Mohamed Salah skoraði aftur á móti tvö mörk í leiknum á undan og hann fær líka að taka vítaspyrnur liðsins. Sadio Mane hefði jafnað við Salah í deildarmörkum á þessu tímabili hefði hann fengið boltann frá Salah og skoraði sitt þriðja mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu jafnmörg mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og enginn leikmaður í deildinni skoraði fleiri mörk. Það er augljóslega mikil keppni í gangi og stuðningsmenn Liverpool hafa nú örugglega áhyggjur af því að hún sé hreinlega orðin of mikil."Salah should've passed it a couple of times, but I like that in goalscorers. I'm sure it'll all be fine."@Carra23 and @laura_woodsy look ahead to Everton's game vs Wolves today, and discuss Liverpool's win over Burnley. You can watch #EVEWOL live on Sky Sports PL from 2pm. pic.twitter.com/eDTZBVQVg5 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2019Gamli Liverpool maðurinn Jamie Carragher, sem starfar nú sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi, ræddi þessa uppákomu helgarinnar á Sky Sports eins og sjá má hér fyrir ofan. „Salah hefði átt að gefa hann í nokkur skipti en ég hrifinn af því hjá markaskorurum að þeir sjái bara markið. Ég er viss um að þetta verður í lagi,“ sagði Jamie Carragher. Liverpool er með fullt hús á toppnum og Jürgen Klopp fær því nægan tíma til að létta andrúmsloftið fyrir næsta leik liðsins. Báðir leikmenn eru líka á leiðinni í landsleikjafrí og það hjálpar eflaust líka. Það er líka pottþétt að léttleiki Klopp mun hjálpa til og svo má ekki gleyma hinum skemmtilegi Brasilíumanni Roberto Firmino sem var þegar byrjaður að vinna í þessum málum á varamannabekknum á laugardaginn. Það er hins vegar alveg pottþétt að í næsta leik Liverpool, sem verður á móti Newcastle United 14. september næstkomandi, þá verða öll augu á þeim Mohamed Salah og Sadio Mane. Það verður fylgst með öllum svipbrigðum og öllum augnagotum þeirra á milli. Eftir þessa uppákomu í Burnley þá þurfa þeir Mohamed Salah og Sadio Mane að gefa margar stoðsendingar á hvorn annan áður en menn trúa því fyrir alvöru að þeir séu orðnir góðir vinir á ný. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ósætti tveggja af stærstu stjörnum Evrópumeistara Liverpool enda fór það ekki á milli mála hjá neinum þegar Sadio Mane brjálaðist þegar hann var tekinn af velli á móti Burnley um helgina. Sadio Mane var reiður yfir því að Mohamed Salah reyndi sjálfur að „hnoða“ inn marki í stað þess að gefa á Sadio Mane sem var í dauðafæri. Sadio Mane var búinn að skora í leiknum en Mohamed Salah ekki. Mohamed Salah skoraði aftur á móti tvö mörk í leiknum á undan og hann fær líka að taka vítaspyrnur liðsins. Sadio Mane hefði jafnað við Salah í deildarmörkum á þessu tímabili hefði hann fengið boltann frá Salah og skoraði sitt þriðja mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu jafnmörg mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og enginn leikmaður í deildinni skoraði fleiri mörk. Það er augljóslega mikil keppni í gangi og stuðningsmenn Liverpool hafa nú örugglega áhyggjur af því að hún sé hreinlega orðin of mikil."Salah should've passed it a couple of times, but I like that in goalscorers. I'm sure it'll all be fine."@Carra23 and @laura_woodsy look ahead to Everton's game vs Wolves today, and discuss Liverpool's win over Burnley. You can watch #EVEWOL live on Sky Sports PL from 2pm. pic.twitter.com/eDTZBVQVg5 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2019Gamli Liverpool maðurinn Jamie Carragher, sem starfar nú sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi, ræddi þessa uppákomu helgarinnar á Sky Sports eins og sjá má hér fyrir ofan. „Salah hefði átt að gefa hann í nokkur skipti en ég hrifinn af því hjá markaskorurum að þeir sjái bara markið. Ég er viss um að þetta verður í lagi,“ sagði Jamie Carragher. Liverpool er með fullt hús á toppnum og Jürgen Klopp fær því nægan tíma til að létta andrúmsloftið fyrir næsta leik liðsins. Báðir leikmenn eru líka á leiðinni í landsleikjafrí og það hjálpar eflaust líka. Það er líka pottþétt að léttleiki Klopp mun hjálpa til og svo má ekki gleyma hinum skemmtilegi Brasilíumanni Roberto Firmino sem var þegar byrjaður að vinna í þessum málum á varamannabekknum á laugardaginn. Það er hins vegar alveg pottþétt að í næsta leik Liverpool, sem verður á móti Newcastle United 14. september næstkomandi, þá verða öll augu á þeim Mohamed Salah og Sadio Mane. Það verður fylgst með öllum svipbrigðum og öllum augnagotum þeirra á milli. Eftir þessa uppákomu í Burnley þá þurfa þeir Mohamed Salah og Sadio Mane að gefa margar stoðsendingar á hvorn annan áður en menn trúa því fyrir alvöru að þeir séu orðnir góðir vinir á ný.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira