Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. ágúst 2019 20:10 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, umkringdur fréttamönnum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Hörpu í dag. Hér svarar hann spurningum fréttamanns Stöðvar 2. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42