Enski boltinn

Allardyce sagði nei við Newcastle

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sam Allardyce var ekki í stjórastarfi á síðasta tímabili
Sam Allardyce var ekki í stjórastarfi á síðasta tímabili vísir/getty

Sam Allardyce vill ekki verða knattspyrnustjóri Newcastle á nýjan leik. Honum var boðin stjórastaðan en hafnaði henni.

Newcastle er í leit að stjóra eftir að Rafael Benitez fór til Kína þegar samningur hans rann út fyrr í sumar.

Allardyce, sem hefur farið víða á löngum stjóraferli sínum, var við völd hjá Newcastle frá 2007-2008.

„Það var mjög ánægjulegt að þeir hafi hugsað til mín, en ég vildi ekki fara til baka,“ sagði Allardyce við bresku útvarpsstöðina Talksport.

„Þetta komst aldrei á neitt viðræðustig, ég sagði kurteisislega nei. Ég talaði aldrei við Mike [Ashley, eiganda Newcastle], umboðsmaðurinn minn hafði samband, ég hugsaði málið aðeins en þakkaði þeim svo kærlega fyrir.“

Allardyce hefur ekki verið í stjórastarfi síðan hann fór frá Everton í maí 2018.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.