Enski boltinn

Allardyce sagði nei við Newcastle

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sam Allardyce var ekki í stjórastarfi á síðasta tímabili
Sam Allardyce var ekki í stjórastarfi á síðasta tímabili vísir/getty
Sam Allardyce vill ekki verða knattspyrnustjóri Newcastle á nýjan leik. Honum var boðin stjórastaðan en hafnaði henni.

Newcastle er í leit að stjóra eftir að Rafael Benitez fór til Kína þegar samningur hans rann út fyrr í sumar.

Allardyce, sem hefur farið víða á löngum stjóraferli sínum, var við völd hjá Newcastle frá 2007-2008.

„Það var mjög ánægjulegt að þeir hafi hugsað til mín, en ég vildi ekki fara til baka,“ sagði Allardyce við bresku útvarpsstöðina Talksport.

„Þetta komst aldrei á neitt viðræðustig, ég sagði kurteisislega nei. Ég talaði aldrei við Mike [Ashley, eiganda Newcastle], umboðsmaðurinn minn hafði samband, ég hugsaði málið aðeins en þakkaði þeim svo kærlega fyrir.“

Allardyce hefur ekki verið í stjórastarfi síðan hann fór frá Everton í maí 2018.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×