Enski boltinn

Ekki einu sinni Stóri Sam getur bjargað Huddersfield

Anton Ingi Leifsson skrifar
Síðasta starf Allardyce var hjá Everton.
Síðasta starf Allardyce var hjá Everton. vísir/getty
Enski knattspyrnustjórinn, Sam Allardyce, segir að hann komi ekki til greina sem næsti þjálfari Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni en þetta staðfesti hann í dag.

Huddersfield er án stjóra eftir að David Wagner hætti með liðið á mánudaginn. Huddersfield er á botni úrvalsdeildarinnar og er átta stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Allardyce hefur tekið við mörgum liðum í vandræðum undanfarin ár og var talið að hann myndi taka við Huddersfield. Veðbankar sögðu hann líklegastan til þess að taka við liðinu.

Fyrrum enski landsliðsþjálfarinn, sem hjálpaði meðal annars Sunderland og Crystal Palace, að halda sér í deildinni segir þó að hann sjái það ekki í stöðunni að hann taki við Huddersfield.

„Ég spilaði með Huddersfield og naut þess á sínum tíma og þetta félag er með frábæra sögu. Þeir tóku miklum framförum undir stjórn David síðustu tvö til þrjú ár,“ sagði Allardyce við Sky Sports.

„En þú getur séð að pressan var farinn að fara áhrif á David. Hann reyndi allt það sem hann gat og kom liðinu ekki lengra,“ sagði Allardyce og bætti við að lokum:

„Þegar þú lítur á félag sem er í svo mikilli kvöl þá skoðarðu hvað þú getur gert öðruvísi en fyrrum stjóri. Vandamálið fyrir mig er það, að það skiptir ekki máli hversu mikla töfra ég kem inn með, þeir eru ekki með nægilega mörg mörk í liðinu til þess að komast úr vandræðunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×