Enski boltinn

Ræddu við Benitez og hafa ekki lengur áhuga á stjórastarfinu hjá Newcastle

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez er byrjaður að þjálfa í Kína.
Benitez er byrjaður að þjálfa í Kína. vísir/getty
Mikael Arteta og Patrick Vieira munu ekki taka við stjórastólnum hjá Newcastle af Rafa Benitez ef marka má frétt enska götublaðsins The Sun.

Hinn spænski Benitez hætti með Newcastle í lok júní eftir að hafa ekki komist að samkomulagi við félagið um nýjan samning. Þeir leita því logandi ljósi að nýjum þjálfara.

Bæði Arteta og Viera hafa verið nefndir til sögunnar. Arteta hefur verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City og Vieira stýrði New York City og heldur nú utan um taumanna hjá Nice.







Þeir eru ekki taldir hafa áhuga lengur á starfinu eftir að hafa spjallað við Benitez um hvernig sé að vinna hjá félaginu. Sá spænski hefur verið mjög gagnrýninn á umhverfið á Newcastle og það heillaði ekki Arteta og Vieira.

Veðbankar telja nú hinn þaulreynda Steve Bruce líklegastann til þess að stýra Newcastle á næstu leiktíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×