Enski boltinn

Bruce orðaður við Newcastle

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bruce hefur verið knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday síðan í byrjun febrúar.
Bruce hefur verið knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday síðan í byrjun febrúar. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports kemur Steve Bruce til greina sem knattspyrnustjóri Newcastle United. Bruce er frá Newcastle og er stuðningsmaður liðsins.

Bruce tók við Sheffield Wednesday í byrjun febrúar og stýrði liðinu í síðustu 18 leikjum þess í B-deildinni.

Newcastle er í stjóraleit eftir að Rafa Benítez hætti hjá liðinu. Fjölmargir hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Newcastle, m.a. Mikel Arteta, José Mourinho og John Terry.

Newcastle fer til Asíu í æfinga- og keppnisferð á laugardaginn og vill vera búið að ráða stjóra fyrir það.

Bruce, sem er 58 ára, hefur komið víða við á stjóraferlinum. Auk Sheffield Wednesday hefur hann stýrt Aston Villa, Hull City, Sunderland, Wigan Athletic, Birmingham City, Crystal Palace, Huddersfield Town og Sheffield United.


Tengdar fréttir

Rafael Benitez hættir sem knattspyrnustjóri Newcastle

Spænski knattspyrnustjórinn Rafael Benitez hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Newcastle United en hann ætlar að yfirgefa enska félagið þegar samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×