Enski boltinn

Redknapp: Lampard verður stjóri Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Frank Lampard
Frank Lampard vísir/getty

Harry Redknapp segir allar líkur á því að Frank Lampard verði knattspyrnustjóri Chelsea áður en sumarið er úti.

Redknapp átti langlífan feril sem knattspyrnustjóri, þar sem hann stýrði meðal annars Tottenham, auk þess sem eiginkona Redknapp er móðursystir Lampard.

„Ef Chelsea kallar á hann þá verður erfitt fyrir hann að segja nei,“ sagði Redknapp við BBC.

„Mitt persónulega mat er að hann verði knattspyrnustjóri Chelsea. Það lítur allt út fyrir að það gerist.“

Maurizio Sarri hætti sem stjóri Chelsea á dögunum og er Lampard, sem er goðsögn á meðal stuðningsmanna Chelsea, talinn efstur á óskalista þeirra bláu.

„Þetta er staða þar sem hann getur ekki tapað, nema þeir nái ekki sjötta sæti. Það býst enginn við því að hann nái í fyrsta, annað eða þriðja sæti á fyrsta tímabilinu.“

„Ef hann nær í Meistaradeildina þá verður það góður árangur.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.