Enski boltinn

Lampard í viðræðum við Derby um framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Frank Lampard
Frank Lampard vísir/Getty

Frank Lampard gefur lítið fyrir sögusagnir um að hann sé að taka við Chelsea og er í samningaviðræðum við Derby County um framlengingu á samningi sínum.

Chelsea hefur enn ekki haft samband við Derby samkvæmt frétt BBC en Lampard er sagður efst á óskalista blárra til þess að taka við starfi Maurizio Sarri. Það virðist aðeins tímaspursmál hvenær Sarri verður tilkynntur nýr stjóri Juventus.

Derby vill framlengja samning sinn við Lampard, en hann á enn eftir tvö ár á núverandi samningi sínum. Því þarf Chelsea að borga um 4 milljónir til Derby fyrir knattspyrnustjórann.

Lampard var á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri í vetur og fór með Derby alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.