Enski boltinn

Þurfa að greiða Derby fjórar milljónir punda til að fá Lampard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lampard verður væntanlega næsti knattspyrnustjóri Chelsea.
Lampard verður væntanlega næsti knattspyrnustjóri Chelsea. vísir/getty

Ef Chelsea vill fá Frank Lampard sem knattspyrnustjóra þarf félagið að greiða Derby County fjórar milljónir punda í bætur.

Lampard þykir langlíklegastur til að taka við Chelsea af Maurizio Sarri sem er á leið til Ítalíumeistara Juventus.

Lampard tók við Derby County síðasta sumar og samningsbundinn félaginu til 2021. Derby tapaði fyrir Aston Villa, 2-1, í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Lampard gekk í raðir Chelsea á þessum degi árið 2011. Hann lék með Chelsea í 13 ár og vann ellefu stóra titla með félaginu. Lampard er markahæsti leikmaður í sögu Chelsea.

Í gærkvöldi bárust fréttir af því að Sarri hefði fengið grænt ljós frá Chelsea til að taka við Juventus. Þetta verður þó væntanlega ekki gert opinbert fyrr en Chelsea finnur eftirmann hans.

BBC greinir frá því að Chelsea hafi ekki enn haft samband við Derby. Það gerist þó væntanlega fyrr en seinna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.