Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 20:58 Myndin var tekin þann 13. júní síðastliðinn, þegar hitamet féllu á Grænlandi. Mynd/Steffen Olsen Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. Á myndinni sést hversu mikill ís hefur bráðnað í hitanum en hundarnir vaða vatn þar sem áður var gegnheill ís. Rétt fyrir helgi var greint frá því að bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu væri við það að setja met. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum settu af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, sem jafnan gerist ekki fyrr en um mitt sumar. Þá var hitinn á Grænlandi meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi í síðustu viku. Steffen Olsen, loftslagsvísindamaður hjá dönsku veðurstofunni, tók myndina 13. júní síðastliðinn, þegar hlýjast var, og birti samstarfsmaður hans myndina í kjölfarið á Twitter.Communities in #Greenland rely on the sea ice for transport, hunting and fishing. Extreme events, here flooding of the ice by abrupt onset of surface melt call for an incresed predictive capacity in the Arctic @BG10Blueaction @polarprediction @dmidk https://t.co/Y1EWU1eurA— Steffen M. Olsen (@SteffenMalskaer) June 14, 2019 Þeir voru á ferð á sleða við Inglefield-fjörð þar sem yfirborðið á ísilögðum firðinum hafði bráðnað vegna hitans. Þar sem hafísinn er afar þykkur og bráðnaði auk þess skyndilega náði vatnið ekki að leka í gegnum hann heldur safnaðist saman eins og stöðuvatn. Þess vegna virðist sem hundarnir gangi á vatni á myndinni. Myndin hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa netverjar margir lýst yfir áhyggjum af umfangi bráðnunarinnar, ástæðum hennar og afleiðingum. William Colgan, vísindamaður hjá Jarðfræðirannsóknarstofnun Danmerkur og Grænlands, bendir á í samtali við BBC að hlýindin í síðustu viku hafi aðeins verið afmarkaður og afar óvenjulegur atburður. Þó beri að hafa í huga að slík ofsafrávik geti orðið æ algengari ef fram fer sem horfir. Danmörk Grænland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. Á myndinni sést hversu mikill ís hefur bráðnað í hitanum en hundarnir vaða vatn þar sem áður var gegnheill ís. Rétt fyrir helgi var greint frá því að bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu væri við það að setja met. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum settu af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, sem jafnan gerist ekki fyrr en um mitt sumar. Þá var hitinn á Grænlandi meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi í síðustu viku. Steffen Olsen, loftslagsvísindamaður hjá dönsku veðurstofunni, tók myndina 13. júní síðastliðinn, þegar hlýjast var, og birti samstarfsmaður hans myndina í kjölfarið á Twitter.Communities in #Greenland rely on the sea ice for transport, hunting and fishing. Extreme events, here flooding of the ice by abrupt onset of surface melt call for an incresed predictive capacity in the Arctic @BG10Blueaction @polarprediction @dmidk https://t.co/Y1EWU1eurA— Steffen M. Olsen (@SteffenMalskaer) June 14, 2019 Þeir voru á ferð á sleða við Inglefield-fjörð þar sem yfirborðið á ísilögðum firðinum hafði bráðnað vegna hitans. Þar sem hafísinn er afar þykkur og bráðnaði auk þess skyndilega náði vatnið ekki að leka í gegnum hann heldur safnaðist saman eins og stöðuvatn. Þess vegna virðist sem hundarnir gangi á vatni á myndinni. Myndin hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa netverjar margir lýst yfir áhyggjum af umfangi bráðnunarinnar, ástæðum hennar og afleiðingum. William Colgan, vísindamaður hjá Jarðfræðirannsóknarstofnun Danmerkur og Grænlands, bendir á í samtali við BBC að hlýindin í síðustu viku hafi aðeins verið afmarkaður og afar óvenjulegur atburður. Þó beri að hafa í huga að slík ofsafrávik geti orðið æ algengari ef fram fer sem horfir.
Danmörk Grænland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41