Umhverfismál

Fréttamynd

Hlaut náttúru­verndar­viður­kenningu Sig­ríðar í Bratt­holti

Jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra afhenti viðurkenninguna á Umhverfisþingi í Hörpu, en þetta er í sextánda skipti sem viðurkenningin er veitt. 

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Um­hverfisþing 2025

Umhverfisþing 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og á morgun en þingið er það fjórtánda í röðinni. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuld­bindingar

Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­breytt líf í sjónum

Sjórinn er og hefur verið Íslendingum mikilvæg auðlind í aldanna rás. Sjórinn er uppspretta fæðu, skaffar mörgum atvinnutækifæri, hefur áhrif á loftslag og veður, leyfir okkur að stunda frístundir líkt og köfun, brimbretti, róður, fuglaskoðun o.fl., er uppspretta listrænnar sköpunar, fyllir okkur undri og forvitni og tengir okkur við umheiminn.

Skoðun
Fréttamynd

Verndum líf­fræði­lega fjöl­breytni í hafi!

Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða heilbrigðra vistkerfa sem viðhalda lífkerfum jarðar. Hnignun hennar er eitt af stærstu umhverfisvandamálum samtímans og helst í hendur við loftslagsbreytingar, sjálfbæra þróun, auðlindanýtingu, efnahag, mengun og lýðheilsu.

Skoðun
Fréttamynd

Rétturinn til að verða berg­numinn

Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti hlynntur Hvamms­virkjun

Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsvötnin eru hjart­sláttur fjarðarins

Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.

Skoðun
Fréttamynd

Rafmagnsflugvél reynd í á­ætlunar­flugi í Noregi

Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum.

Erlent
Fréttamynd

Laugarnestangi skrefi nær frið­lýsingu

Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarlandslags á Laugarnestanga. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, fagnar tímamótunum og bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins.

Innlent
Fréttamynd

Laugarnestangi - til allrar fram­tíðar

Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Von í Vonarskarði

Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsverkfræði: Verk­efni sem borgar sig ekki að láta bíða

Hrafnhildur Bragadóttir og Birna Sigrún Hallsdóttir hafa á undanförnum vikum greint frábærlega frá stöðu loftslagsmála á Íslandi miðað við núverandi stefnu, stjórnsýslu og ábyrgðir stjórnvalda í málaflokknum (Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? - Vísir og Nýtt lands­fram­lag – og hvað svo? - Vísir).

Skoðun
Fréttamynd

Faðir plokksins kenndi ráð­herra að plokka

Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa.

Innlent
Fréttamynd

Ný verslun nærri þúsund fer­metrum stærri en sú gamla

Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.

Neytendur
Fréttamynd

Líta málið „mjög al­var­legum augum“

Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. 

Innlent
Fréttamynd

„Ekki bara steypa heldur fólk og fram­tíð“

Í haust opnar BM Vallá nýja steypustöð í Reykjanesbæ. Um er að ræða steypustöð sem er hönnuð með áherslu á gæði, skilvirkni og háþróaða framleiðslutækni. Með opnun steypustöðvarinnar styrkir fyrirtækið þjónustu sína á Suðurnesjum og styður við framkvæmda- og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Samhliða innleiðir BM Vallá nýjar lausnir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að betri nýtingu hráefna.

Samstarf
Fréttamynd

Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd

Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar.

Innlent