Erlent

Danir ganga að kjörborðinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Kjörklefar í Evrópuþingskosningunum sem haldnar voru í síðustu viku. Danir kjósa aftur í dag, nú til þings.
Kjörklefar í Evrópuþingskosningunum sem haldnar voru í síðustu viku. Danir kjósa aftur í dag, nú til þings. Vísir/EPA
Kjörstaðir í dönsku þingkosningunum opnuðu í morgun en skoðanakannanir benda eindregið til þess að rauða blokkin svonefnda undir forystu Mette Frederiksen, formanni Sósíaldemókrata, hafi sigur. Hún hefur boðað aukin útgjöld til velferðarmála en framhaldi á strangri innflytjendastefnu fyrri ríkisstjórnar.Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Berlingske Barometer heldur utan um gæti rauða blokkinn fengið 54,7% atkvæða í kosningunum í dag. Þar með væri ríkisstjórn Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, og Frjálslynda flokks hans fallin.Ramussen hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2015 en hann gegndi embættinu einnig frá 2009 til 2011. Frjálslyndi flokkurinn hafði sigur í Evrópuþingskosningunum sem fóru fram í síðustu viku, þvert á skoðanakannanir.Reuters-fréttastofan segir að þau úrslit hafi verið tilkomin vegna mikils stuðnings Dana við Evrópusambandsaðildina. Ólíklegt sé að það dugi til að fleyta Frjálslynda flokknum til sigurs í þingkosningunum í dag.Kjörstaðir opnuðu klukkan átta að dönskum tíma, klukkan sex að íslenskum. Þeim verður lokað klukkan 20:00 að staðartíma og verða þá tvær útgönguspár birtar. Ekki er búið við fyrstu tölum fyrr en klukkan 23:00 að dönskum tíma.Kannanir hafa einnig bent til þess að hægriöfgaflokkurinn Harðlína sem gæti náð inn mönnum á þing. Flokkurinn nýstofnaði vill meðal annars banna íslam í Danmörku og vísa hundruð þúsundum múslima úr landi.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Rauða blokkin er með góða forystu

Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta.

Danir ætla að vísa afganskri konu með vitglöp úr landi

Innflytjendayfirvöld vísa meðal annars til þess að konan eigi frænda í Afganistan sem geti tekið við henni. Fjölskylda hennar segir frændann talibana en yfirvöld telja ekki skipta máli hvort hann sé tilbúinn að taka við henni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.