Erlent

Minnstu munaði að Løkke fengi þakplötu í höfuðið

Atli Ísleifsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen var í miðju viðtali þegar atvikið átti sér stað.
Lars Løkke Rasmussen var í miðju viðtali þegar atvikið átti sér stað.
Minnstu mátti muna að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fengi þakplötu í höfuðið þar sem hann var staddur í miðju viðtali fyrir utan þjóðminjasafn Danmerkur fyrr í dag.

Þakplatan féll úr um tólf metra hæð og hafnaði um metra frá forsætisráðherranum.

Aðstoðarmaður Løkke náði atvikinu á myndband og deildi því á Twitter.

Forsætisráðherrann viðurkennir í samtali við danska fjölmiðla að honum hafi brugðið, en var þó farinn að grínast um málið þegar hann var búinn að jafna sig.

Búið er að girða af svæðið og athugun hafin á því hvernig þá má vera að platan hafi losnað og fallið til jarðar.

Lars Løkke Rasmussen er nú í miðri kosningabaráttu en þingkosningar fara fram í Danmörku á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir

Rauða blokkin er með góða forystu

Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×