Erlent

Stefnir í sigur banda­lags rauðu flokkanna í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Mette Frederiksen er leiðtogi danskra Jafnaðarmanna.
Mette Frederiksen er leiðtogi danskra Jafnaðarmanna. Getty
Bandalag rauðu flokkanna í dönskum stjórnmálum eru með byr í seglin, nú þegar tæp vika er til þingkosninga þar í landi.

Rauðu flokkarnir mælast með öruggan meirihluta í skoðanakönnunum og stefnir því í að Mette Fredriksen, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, komi til með að verða næsti forsætisráðherra landsins. Enn eru þó blikur á lofti vegna deilna innan rauðu blokkarinnar um hvernig skuli taka á málum er varða innflytjendur.

Í könnun Voxmeter, sem unnin var fyrir fréttaveituna Ritzau, mælast rauðu flokkarnir – það er Jafnaðarmannaflokkurinn, Radikale Venstre, Sósíalíski þjóðarflokkurinn, Einingarlistinn og Valkosturinn (Alternativet) – með rúmlega 55 prósent atkvæða.

Í könnuninni mælast flokkar innan bláu blokkarinnar, með Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra og formann Vestre, í broddi fylkingar, með rúmlega 42 prósent fylgi.

Hægri öfgaflokkurinn Stram Kurs, sem hefur það á stefnuskránni að banna íslam, myndi ná fjórum þingsætum, gengi niðurstaða könnunarinnar eftir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×