Danir ætla að vísa afganskri konu með vitglöp úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 13:45 Kristjánsborgarhöll þar sem danska þingið hefur aðsetur. Hörð innflytjendastefna hefur verið rekin í Danmörku undanfarin ár. Vísir/EPA Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli. Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli.
Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira