Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. maí 2019 20:15 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, efast um að Assange verði ákærður í Svíþjóð. Vísir/Vilhelm „Að sumu leyti má bara fagna því að geti fengið þarna tækifæri til að hreinsa mannorð sitt í eitt skipti fyrir öll,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um nýjustu vendingar á máli Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks. Varasaksóknari í Svíþjóð tilkynnti í morgun um að rannsókn á ásökunum um nauðgun á hendur Assange verður opnuð á ný. Ásökun þess efnis kom fyrst fram árið 2010. Rannsóknir vegna þessara ásakana voru tvívegis felldar niður en málið fór af stað eftir að Assange var handtekinn eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Saksóknaraembættið telur vera til vísbendingar renni stoð undir ásakanirnar. Það sama telur lögmaður konunnar sem bar upp ásakanirnar. „Ég er sannfærð um að enginn saksóknari myndi enduropna mál af þessum toga nema að viðunandi sönnunargögn séu til staðar,“ sagði Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, á blaðamannafundi í dag. Elisabeth Massi Fritz lögmaður konunnar sem hefur ásakað Julian Assange um nauðgun.Vísir/Vilhelm Kristinn bendir á að málið hafi áður verið látið niður falla og efast um að rannsókn að þessu sinni leiði til ákæru. „Það er búið að loka þessu máli tvisvar, 2010 og 2017,“ segir Kristinn. „Saksóknarinn neitaði árum saman að yfirheyra hann í London til þess að hnika málinu áfram. Það var ekki fyrr en dómstólar í Svíþjóð skikkuðu hana til þess. Þá gerði hún það og lokaði málinu í kjölfarið. Nú er þetta komið aftur í einhverju pólitísku andrúmi. Gott og vel þá er bara gott að klára það og rétt að hafa í huga að þetta eru ásakanir en ekki ákæra. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir eitt né neitt.“ Meint brot Assange fyrnist á næsta ári. Saksóknarar í Svíþjóð hafa óskað eftir því að beiðni um framsal þurfi að fara hratt fram vegna þessa. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig farið fram á framsal Assange. Alríkisdómstóll í Virginíu hefur birt ákæru á hendur honum þar sem hann er sakaður um að hafa, í slagtogi við Chelsea Manning, brotist inn í tölvukerfi þarlendra leyniþjónustustofnana. Það er í höndum breskra stjórnvalda hvaða afstaða er tekin til framsalsbeiðnanna tveggja. Kristinn segir að ákvörðun þess efnis verði vafalaust tekin á pólitískum grundvelli. „Pólitík er búin að vera samofin þessu máli í næstum því áratug,“ segir hann. „Það er pólitík í Bandaríkjunum, það var augljóslega pólitík í Ekvador og það er pólitík í Bretlandi. Það er pólitísk ákvörðun núna í Svíþjóð að fara að hreyfa við þessu máli.“ Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
„Að sumu leyti má bara fagna því að geti fengið þarna tækifæri til að hreinsa mannorð sitt í eitt skipti fyrir öll,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um nýjustu vendingar á máli Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks. Varasaksóknari í Svíþjóð tilkynnti í morgun um að rannsókn á ásökunum um nauðgun á hendur Assange verður opnuð á ný. Ásökun þess efnis kom fyrst fram árið 2010. Rannsóknir vegna þessara ásakana voru tvívegis felldar niður en málið fór af stað eftir að Assange var handtekinn eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Saksóknaraembættið telur vera til vísbendingar renni stoð undir ásakanirnar. Það sama telur lögmaður konunnar sem bar upp ásakanirnar. „Ég er sannfærð um að enginn saksóknari myndi enduropna mál af þessum toga nema að viðunandi sönnunargögn séu til staðar,“ sagði Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, á blaðamannafundi í dag. Elisabeth Massi Fritz lögmaður konunnar sem hefur ásakað Julian Assange um nauðgun.Vísir/Vilhelm Kristinn bendir á að málið hafi áður verið látið niður falla og efast um að rannsókn að þessu sinni leiði til ákæru. „Það er búið að loka þessu máli tvisvar, 2010 og 2017,“ segir Kristinn. „Saksóknarinn neitaði árum saman að yfirheyra hann í London til þess að hnika málinu áfram. Það var ekki fyrr en dómstólar í Svíþjóð skikkuðu hana til þess. Þá gerði hún það og lokaði málinu í kjölfarið. Nú er þetta komið aftur í einhverju pólitísku andrúmi. Gott og vel þá er bara gott að klára það og rétt að hafa í huga að þetta eru ásakanir en ekki ákæra. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir eitt né neitt.“ Meint brot Assange fyrnist á næsta ári. Saksóknarar í Svíþjóð hafa óskað eftir því að beiðni um framsal þurfi að fara hratt fram vegna þessa. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig farið fram á framsal Assange. Alríkisdómstóll í Virginíu hefur birt ákæru á hendur honum þar sem hann er sakaður um að hafa, í slagtogi við Chelsea Manning, brotist inn í tölvukerfi þarlendra leyniþjónustustofnana. Það er í höndum breskra stjórnvalda hvaða afstaða er tekin til framsalsbeiðnanna tveggja. Kristinn segir að ákvörðun þess efnis verði vafalaust tekin á pólitískum grundvelli. „Pólitík er búin að vera samofin þessu máli í næstum því áratug,“ segir hann. „Það er pólitík í Bandaríkjunum, það var augljóslega pólitík í Ekvador og það er pólitík í Bretlandi. Það er pólitísk ákvörðun núna í Svíþjóð að fara að hreyfa við þessu máli.“
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00