Erlent

Krefjast þess að Ass­an­ge verði ekki fram­seldur

Heimir Már Pétursson skrifar
Spænski Evrópuþingmaðurinn Ana Miranda Paz og þýsku þingkonurnar Sevim Dagdelen og Heike Hänsel.
Spænski Evrópuþingmaðurinn Ana Miranda Paz og þýsku þingkonurnar Sevim Dagdelen og Heike Hänsel. Getty

Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Verði það gert setji það hættulegt fordæmi gagnvart öllum íbúum innan Evrópusambandsins.Hópur þingmanna á þýska og spænska þinginu og á Evrópuþinginu hafði fyrirhugað að heimsækja Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum á fimmtudag í síðustu viku, daginn sem hann var handtekinn.Þrjár þingkonur mótmæltu fyrir utan fangelsið þar sem honum er haldið og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda í Ekvador um að svipta Assange ríkisfangi og heimila breskri lögreglu inngöngu í sendiráðið til að handtaka hann með framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn upp á vasann.„Þetta skapar mjög hættulegt fordæmi, sem í raun stofnar blaðamennsku, fjölmiðlafrelsi og málfrelsi í hættu,“ segir Heike Hänsel, varaformaður þingflokks Vinstriflokksins á þýska þinginuÞingkonurnar segja meðferðina á Assange brot á alþjóðalögum þar sem embættis- og ráðamenn allt upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi hótað honum dauðadómi.Þingkonurnar skora á stjórnvöld í Þýskalandi og Spáni að veita Assange hæli og Evrópusambandið og Evrópuráðið að veita honum vernd. Bandaríkjastjórn saki hann ekki bara um samsæri heldur gagnnjósnir sem þýði að Assange eigi yfir höfði sér langan fangelsisdóm eða dauðarefsingu.„Þetta skapar fordæmi sem sýðir að allir íbúar Evrópusambandsins geta verið í hættu. Þess vegna hvetjum við bresku ríkisstjórnina til að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna,“ segir Sevim Dagdelen, varaformaður Viinstriflokksins á þýska þinginu.


Tengdar fréttir

Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange

Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.