Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 11:00 Julian Assange áður en hann kom fyrir dóm í dag. vísir/epa Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31