Erlent

Greta gerð að heiðurs­doktor

Atli Ísleifsson skrifar
Hin sextán ára Greta Thunberg hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum.
Hin sextán ára Greta Thunberg hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum. Getty
Háskólinn í belgísku borginni Mons hyggst gera sænska loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg að heiðursdoktor. Frá þessu greinir sænska blaðið Dagens Nyheter.

Greta fær titilinn ásamt breska hagfræðingnum Nicholas Stern og Nicolas Hulot, fyrrverandi umhverfisráðherra Frakklands, fyrir að hafa stuðlað að aukinni meðvitund almennings um sjálfbærni.

Hin sextán ára Greta hefur áður hlotið fjölda verðlaun vegna vinnu sinnar og verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Þessa vikuna prýðir hún svo forsíðu bandaríska tímaritsins Time og er á lista tímaritsins yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims.

Greta mun ásamt Stern og Hulot taka við heiðursdoktorstitlinum við hátíðlega athöfn í Mons næsta haust.


Tengdar fréttir

Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi

Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×